Glúteinlaust

  • Avókadó- limehrákaka

    05/06/2022Grænkerar

    Þessi fagurgræna hrákaka er uppáhalds kakan mín. Ég átta mig fullkomlega á því að nú hugsa eflaust margir að ég sé gengin af göflunum en ég lofa að þessi kaka kemur á óvart. Hún er gríðarlega fersk, holl og sumarleg og nær fullkomnu jafnvægi milli þess að vera súr og sæt. Fyllingin er silkimjúk og…

    LESA MEIRA
  • Fjögurra laga snickers hnetubitar

    03/20/2022Grænkerar

    Bitarnir samanstanda af botni úr döðlum, möndlum og pekanhnetum, hnetusmjörslagi, dásamlega mjúku kókos-saltkaramellukremi og eru loks toppaðir með dökku súkkulaði. Þetta hljómar kannski flókið en í raun er uppskriftin rosa fljótleg þar sem hráefnunum er einfaldlega skellt í blandara/matvinnsluvél. Þessa bita hef ég gert reglulega í fjöldamörg ár og þeir vekja alltaf jafn mikla lukku.…

    LESA MEIRA
  • Svartbaunabrúnkur

    10/20/2021Grænkerar

    Þessa uppskrift hef ég haft í miklu uppáhaldi í þó nokkur ár en var aldrei búin að skrifa niður nákvæma uppskrift fyrr en nú. Einhverjum þykir kannski undarlegt að nota svartbaunir í kökubakstur en ég get fullyrt að það mun enginn finna neitt svartbaunabragð heldur gefa þær kökunum dásamlega mýkt og bæta næringarinnihald þeirra auðvitað…

    LESA MEIRA
  • Einföld bollakaka í örbylgjuofni

    09/08/2021Grænkerar

    Nú er haustið er komið, dagarnir farnir að styttast og rútínan byrjuð aftur. Þá er vel við hæfi að birta uppskrift að unaðslegri súkkulaðiköku í örbylgjuofni sem gæti ekki verið einfaldari. Hráefnunum er einfaldlega blandað saman í bolla og kakan svo bökuð í örbylgjuofni í 2 mínútur. Kosturinn við að útbúa súkkulaðiköku í bolla er…

    LESA MEIRA
  • Fullkomnar falafel bollur með tahini sósu

    06/28/2021Grænkerar

    Ég ELSKA falafel en því miður finnst mér ég einungis fá gott falafel á veitingastöðum. Ég hef margoft gefið frosnu bollunum séns eða reynt að gera sjálf en alltaf orðið fyrir vonbrigðum með útkomuna: þurrar og bragðdaufar bollur sem molna. Ég ákvað að gera eina lokatilraun um daginn og gera falafel bollurnar þá alveg eins…

    LESA MEIRA
  • Crêpes með sveppum og spínati

    06/19/2021Grænkerar

    Fylltar pönnukökur, eða crêpes, er frábær réttur vegna þess að bragðlitlar pönnukökurnar má fylla með hverju því sem hugurinn girnist, hvort sem það eru bananar, súkkulaði og rjómi eða eitthvað matarmeira. Ég elda gjarnan crêpes í hádeginu um helgar og get þá notað afgangspönnukökurnar í kaffinu seinna um daginn og fyllt með einhverju sætu. Uppskriftin…

    LESA MEIRA
  • Glúteinlausar tacos með chili-mæjó

    01/26/2021Grænkerar

    Ég elska mexíkóska matargerð en hef aldrei verið mikill aðdáandi tacos fyrr en ég smakkaði tacos á Spes Kitchen (mæli með!). Eftir að ég fann glúteinlausar, mjúkar tacokökur úti í búð var ekki eftir neinu að bíða og þróaði ég þessa uppskrift sem er innblásin af Spes Kitchen og rauðmetinu frá Súrkál fyrir sælkera. Ég…

    LESA MEIRA
  • Truflaðar súkkulaðitrufflur

    12/06/2020Grænkerar

    Dásamlegar vegan súkkulaðitrufflur sem bráðna í munninum. Mér finnst frábært að eiga þessar trufflur til í ísskáp eða frysti til að eiga með kaffinu yfir hátíðirnar eða sem heimagerð jólagjöf fyrir vini og ættingja. Í uppskriftina nota ég silken tófú sem er sérstök tegund af tófú og gefur trufflunum silkimjúka áferð en einnig hollustu og…

    LESA MEIRA
  • Möndlu-kasjúhnetusmjör

    04/03/2020Grænkerar

    Ég vil stundum meina að ég hafi nælt mér í unnusta minn með þessu möndlusmjöri. Þegar við vorum nýbyrjuð að hittast sendi ég hann eitt sinn heim með krukku af þessu möndlusmjöri og hef ég ekki losnað við hann síðan þá. Með því að blanda saman ristuðum möndlum og kasjúhnetum fæst mýkt sem flestir byrjendur,…

    LESA MEIRA
  • Einfaldur pottréttur

    02/07/2020Grænkerar

    Þessi einfaldi pottréttur hefur verið í miklu uppáhaldi hjá mér frá því ég varð vegan og er eiginlega skömm að ég sé ekki að deila uppskriftinni fyrr en nú. Rétturinn er frábær hversdags jafnt sem fínt og bragðast jafnvel betur daginn eftir. Uppskriftin er einföld en innihaldið bráðhollt. Saman myndar þetta mjúkan pottrétt með rjómakenndri…

    LESA MEIRA
  • Hummus með grillaðri papriku

    01/14/2020Grænkerar

    Ég gæti lifað á hummus, ég sver það. Hummus er ekki einungis bragðgóður heldur er hann hollur og mettandi. Það er ótrúlega einfalt, ódýrt og fljótlegt að búa til sinn eigin hummus svo ég mæli alltaf með því að útbúa sinn eigin hummus í stað þess að kaupa. Ég er nú þegar með uppskrift af…

    LESA MEIRA
  • Prótínríkur grautur á tvo vegu

    12/22/2019Grænkerar

    Þegar kólna fer í veðri finnst mér fátt betra en heitur grautur í morgunmat. Ég skal alveg vera fyrst til að viðurkenna það að gamli, góði hafragrauturinn getur orðið smá leiðinlegur með tímanum og finnst mér því mikilvægt að breyta stundum til. Þessir tveir grautar – stálsleginn hafragrautur með eplum og kanil og kínóagrautur með…

    LESA MEIRA
1 2 3 4 5