Glúteinlaust

  • Súkkulaðihrákaka

    11/16/2019Grænkerar

    Þessi kaka kom í kökublaði Vikunnar í febrúar 2019 og er nú loksins birt hér á síðunni. Hún er dásamlega vel heppnuð þótt ég segi sjálf frá og ég mæli með því að prófa. Kakan er unaðslega mjúk og bráðnar í munninum. Það er eiginlega fáránlegt að hugsa til þess að gerðar séu óhollar kökur…

    LESA MEIRA
  • Tófúhræra

    11/03/2019Grænkerar

    Einn uppáhalds morgunmaturinn minn um helgar er tófúhræra eða scrambled tofu. Það er ótrúlega einfalt að útbúa þessa hræru og hún er gríðarlega prótínrík og saðsöm. Hræran er tilvalin fyrir brunch (eða dögurð eins og það kallast á íslensku) og er gott að bera hana fram ásamt brauði, hummus, acai skál og jafnvel pönnukökum. Sumir…

    LESA MEIRA
  • Plokkviskur

    11/02/2019Grænkerar

    Plokkviskur eða Vlokkfiskur? Þetta undarlega nafn stendur að sjálfsögðu fyrir vegan plokkfisk. Þetta er þó ekki einhver tískuútgáfa af plokkfiski heldur einungis vegan útgáfa af þessum gamla, góða og einfalda heimilisrétti. Strangheiðarlegur plokkviskur. Uppistaðan í plokkfisk er ýsa, kartöflur, laukur og uppstúfur. Kartöflur og laukur eru vegan og uppstúf er tiltölulega einfalt að veganvæða. Fiskurinn…

    LESA MEIRA
  • Kasjúhnetupiparostur og chilisulta

    03/21/2019Grænkerar

    Mér finnst fátt skemmtilegra en að útbúa minn eigin vegan ost. Kasjúhnetur eru uppistaðan í heimagerðu ostunum mínum en þegar þær eru settar í blender ásamt vökva verður úr silkimjúkt mauk. Osturinn fær hins vegar bragð sitt úr næringargeri, sítrónusafa, og hlynsýrópi. Galdrahráefnið er síðan hið furðulega efni agar-agar. Þegar hráefnin fyrir ostinn eru sett…

    LESA MEIRA
  • Saltkaramellu nicecream

    02/15/2019Grænkerar

    Þessi saltkaramellu nicecream með hnetusmjöri er einhver sá allra besti sem ég hef gert. Hann er svo djúsí og bragðgóður að hann sæmir sér vel sem eftirréttur en hins vegar er hann bráðhollur svo hann má líka alveg vera í morgunmat. Hráefnalistinn er stuttur og ísinn er vegan, glúteinlaus, laus við hvítan sykur og stútfullur…

    LESA MEIRA
  • Rauðrófuhummus og túrmerikhummus

    02/07/2019Grænkerar

    Mér finnst fátt betra en heimagerður hummus. Það er svo ótrúlega einfalt, ódýrt og fljótlegt að búa til sinn eigin hummus. Ég er nú þegar með uppskrift af hefðbundnum hummus  og grænkálshummus á síðunni en ákvað núna að breyta aðeins og prófa að gera rauðrófuhummus og túrmerikhummus. Það heppnaðist ekkert smá vel og ég mun klárlega gera fleiri…

    LESA MEIRA
  • Prótínríkur jarðarberjahristingur

    02/01/2019Grænkerar

    Ég er búin að vera sjúk í þennan hristing/smoothie seinustu daga enda er hann svo ótrúlega einfaldur og ég á alltaf nóg af innihaldsefnunum. Mig langaði að útbúa mildan prótínríkan smoothie sem minnti helst á það sem kallast „strawberry milkshake“. Það heppnaðist ekkert smá vel og úr varð þessi holla, sykurlausa, glútenlausa og vegan uppskrift…

    LESA MEIRA
  • Indverskt Dal

    01/27/2019Grænkerar

    Indverskt dal er grænmetis-baunaréttur sem er gríðarlega vinsæll hversdagsmatur í Indlandi og hefur náð mikilli útbreiðslu í öðrum löndum. Ég nota orðið “Dal” hér en einnig má rita “Daal”, “Dhal” og “Dahl”. Orðið kemur úr Hindi og notað yfir klofnar baunir og sömuleiðis þennan rétt, sem gerður er úr klofnum linsubaunum.        …

    LESA MEIRA
  • Prótínpönnukökur

    01/22/2019Grænkerar

    Pönnukökur eru með því betra sem ég veit og finnst mér þær ómissandi í brönsinn um helgar. Lítið mál er að gera hefðbundnar amerískar pönnukökur úr hveiti, sykri lyftidufti og plöntumjólk. Hins vegar reyni ég alltaf að gera matinn eins hollan og næringarríkann og hægt er – án þess að það komi niður á bragðinu…

    LESA MEIRA
  • HangiOumph

    12/19/2018Grænkerar

    Mörgum finnst hangikjöt ómissandi í desember og eiga eflaust flestir Íslendingar hefðir og minningar sem byggja á hangikjötsáti. Mamma er ein af þessu fólki, en hangikjöt var eitthvað það allra besta sem hún gat hugsað sér. Í ár ákváðum við mæðgurnar að láta loksins verða af því að gera vegan útgáfu af þessum íslenska jólamat.…

    LESA MEIRA
  • Banana- og kaffiís

    12/18/2018Grænkerar

    Hver segir að ís þurfi að vera óhollur? Þessi banana-kaffiís er allavega stútfullur af næringu, hollur, bragðgóður og að sjálfsögðu vegan. Uppistaðan í ísnum eru frosnir bananar en þegar frosnir bananar eru malaðir í matvinnsluvél eða öflugum blender verður úr ótrúlega léttur, ljós og creamy bananaís. Á ensku er þessi tegund af ís (þar sem…

    LESA MEIRA
  • Hátíðarhnetusteik

    12/17/2018Grænkerar

    Stuttu eftir að ég varð vegan hélt ég að ekkert gæti komið í staðinn fyrir jóla-lambahrygginn sem var það besta sem ég fékk. Þessi hnetusteik er hins vegar alveg jafn góð, ef ekki bara miklu betri! Hún er mjög hátíðleg og bragðgóð og passar vel með brúnni sósu og sykurbrúnuðum kartöflum. Ég eldaði þessa hnetusteik fyrir…

    LESA MEIRA
1 2 3 4 5