Glúteinlaust

  • Glútenlausar vöfflur

    10/06/2018Grænkerar

    Þessar glútenlausu vöfflur eru á boðstólum á heimilinu mínu hvern einasta sunnudag. Mamma elskar vöfflur en eftir að hún greindist með glútenóþol reyndist þrautinni þyngra að gera almennilegar glútenlausar vöfflur. Annað hvort var áferðin eins og gúmmí eða þær molnuðu í sundur. Þessi uppskrift er afrakstur af mikilli tilraunastarfsemi seinustu árin en við höfum komist…

    LESA MEIRA
  • Morgungrautur: Mangó og kókos

    10/06/2018Grænkerar

    Þessi fallega guli grautur er suðrænn og sumarlegur. Ferskt mangó er notað í grautinn en mangó er einn uppáhalds ávöxuturinn minn. Mangó eru trefjarík og góð fyrir meltinguna en að auki hafa þau góð áhrif á húðina. Ristaðar kókosflögur passa vel við mangóið  en þær eru með góðri fitu og trefjum og bragðast ekkert smá…

    LESA MEIRA
  • Glútenlaust bananabrauð

    10/06/2018Grænkerar

    Ég hef lengi leitað að hinni fullkomnu bananabrauðsuppskrift sem er holl, sykurlaus og helst glútenlaus. Um daginn átti ég til nokkra banana sem voru komnir á seinasta séns og ákvað að gera tilraun að bananabrauði. Einnig átti ég til fullt af möndlusmjöri sem ég hafði keypt á miklum afslætti vegna dagsetningar. Ég ákvað að reyna…

    LESA MEIRA
  • Morgungrautur: Hindber og kakónibbur

    10/06/2018Grænkerar

    Þessi grautur er í uppáhaldi hjá mér. Hann er ótrúlega fljótlegur og einfaldur og er einn af fyrstu morgungrautunum sem ég gerði. Ég reyni að eiga alltaf til hindber í frysti og kakónibbur í krukku en þá tekur aðeins nokkrar mínútur að gera þennan graut.  Kakónibbur eru gríðarlega hollar og næringarríkar en þær eru í…

    LESA MEIRA
  • Grænmetislasagna

    10/06/2018Grænkerar

    Lasagna er réttur sem pabbi sá alltaf um að elda og var þetta fínn réttur á mínu heimili. Þegar ég varð eldri og virkari í eldhúsinu fannst mér alltaf spennandi að hjálpa pabba að útbúa lasagna. Það var eitthvað við að raða ólíkum hráefnum vandvirknislega upp á reglubundinn hátt sem heillaði mig. Lasagna er hins…

    LESA MEIRA
  • Morgungrautur: Gulrætur, kanill og engifer

    10/05/2018Grænkerar

    Þessi grautur er haustlegur á litinn og bragðið en hann minnir á gulrótarköku. Gulrætur eru næringarríkar og trefjaríkar en með lágt kaloríuinnihald. Þar að auki innihalda vinna þær gegn náttblindu sem gagnast einmitt vel þegar árstíð stöðugs myrkurs er á næsta leyti. Engifer hentar vel þegar haustflensan gerir vart við sig en það vinnur gegn…

    LESA MEIRA
  • Morgungrautur: Matcha og bananar

    10/04/2018Grænkerar

    Þessi fagurgræni grautur er gríðarlega hollur og orkugefandi. Í grautinn nota ég Matcha teduft en Matcha te er einhver mesta ofurfæða sem fyrir finnst. Áhrif matcha á heilsuna eru mörg en matha er gríðarlega ríkt af andoxunarefnum og getur þannig minnkað hættu á hjarta- og æðasjúkdómum og hægt á öldrun. Matcha te er gert úr…

    LESA MEIRA
  • Morgungrautur: Hnetusmjör og súkkulaði

    10/04/2018Grænkerar

    Þessi grautur minnir helst á eftirrétt og þarf ekki að koma á óvart að þetta sé uppáhaldsgrauturinn hans Arons. Í grautnum er hnetusmjör en í því er fullt af hollri fitu og prótíni. Hnetusmjör er mettandi og endist orkan úr grautnum því langt inn í daginn. Dökkt súkkulaði er að mínu mati besta fæða sem…

    LESA MEIRA
1 3 4 5