Glúteinlaust

  • Glútenlausar piparkökur

    12/15/2018Grænkerar

    Piparkökur eru svo gott sem nauðsynlegar þegar dregur að jólum. Það er fátt notalegra en að finna hlýlegan kryddilminn berast úr ofninum og bragða svo á volgum, stökkum smákökunum ásamt ískaldri (vegan)mjólk. Mamma þróaði þessa uppskrift fyrir stuttu síðan og tókst ekkert smá vel. Við mælum með að eiga eina rúllu af piparkökudeigi inni í…

    LESA MEIRA
  • Jarðarberjaís

    12/14/2018Grænkerar

    Ég elska ís en hef reynt að halda ísneyslu minni í hófi enda er þessi frosni réttur oft nokkuð óhollur. Það var því stórkostleg uppgötvun þegar ég komst að því að hægt er að útbúa að ís sem er bæði bragðgóður og ofurhollur.   Þegar frosnir bananar eru settir í matvinnsluvél þá verður til gríðarlega…

    LESA MEIRA
  • HamborgarOumph

    12/13/2018Grænkerar

    Hamborgarhryggur er vinsælasti jólamatur Íslendinga og eflaust mörgum sem finnst jólin ekki koma ef hamborgarhrygginn vantar. Mig langaði þess vegna að reyna að gera vegan útgáfu af þessum vinsæla hátíðarrétti. Tilraunin tókst ekkert smá vel og ég er virkilega spennt að deila þessari uppskrift með ykkur. Uppskriftin nægir í einn lítinn hleif, eins og má…

    LESA MEIRA
  • Acai skál

    11/13/2018Grænkerar

    Acai skálar eru gríðarlega vinsælar erlendis enda sameina þær hollustu og dásamlegt bragð. Grunnurinn í acai skálum er gjarnan úr frosnum banönum og berjum ásamt acai dufti. Gott er að toppa skálarnar með ferskum ávöxtum eða berjum, granóla, kókosflögum eða hnetum. Acai skálar eru í raun eitt afbrigði af smoothie skálum en þær koma í…

    LESA MEIRA
  • Fræbrauð

    11/07/2018Grænkerar

    Mér finnst fátt betra en nýbakað brauð. Þetta fræbrauð er glútenlaust, bráðhollt, stútfullt af næringu og trefjum og þar að auki dásamlega bragðgott. Brauðið er með fjölbreyttum fræjum og hnetum og er ekkert hvítt hveiti í uppskriftinni heldur hafrahveiti og kókoshveiti (eða annað glúteinlaust mjöl). Brauðið er verulega seðjandi en tvær brauðsneiðar gefa mikla og…

    LESA MEIRA
  • Kjötlaus kjötsúpa

    11/05/2018Grænkerar

    Kjötsúpa er sannarlega einn þekktasti þjóðarréttur Íslendinga og þekkja flestir hlýlegan ilminn af mildri súpunni. Hér er uppskrift af hinni klassísku íslensku kjötsúpu, nema án kjöts. Mamma þróaði þessa uppskrift en eftir að ég varð vegan var hún staðráðin í að útbúa vegan útgáfu af klassískri kjötsúpu, sem henni tókst svo sannarlega. Ég var aldrei…

    LESA MEIRA
  • Súkkulaðibitakökur

    11/03/2018Grænkerar

    Þessar súkkulaðibitakökur eru hollar, glútenlausar, vegan og lausar við hvítan sykur. Uppskriftin er auðveld og fljótleg og kökurnar dásamlegar en þær eru mjúkar að innan og súkkulaðið bráðnar í munninum. Ég baka ekki oft smákökur en þegar veðrið fer kólnandi og dagarnir byrja að styttast þá fæ ég alltaf löngun til að fylla húsið með…

    LESA MEIRA
  • Morgungrautur: Jarðarber og sítróna

    10/18/2018Grænkerar

    Þessi grautur er örugglega besti grautur sem ég hef gert. Fersk jarðarber og sítróna gefa honum ferskan og sumarlegan blæ en með vanillunni minnir þetta einna á ferska jarðaberjaostaköku. Jarðarber eru ekki bara falleg og bragðgóð heldur innihalda þau óvenju mikið af andoxunarefnum og næringarefnum. Sítrónan vinnur vel með jarðarberjunum en sítrónur innihalda mikið af…

    LESA MEIRA
  • Möndlu- og döðlubitar

    10/18/2018Grænkerar

    Ég hef alltaf verið mikil morgunmanneskja og er morgunmatur heilagur fyrir mér. Það gerist hins vegar oft að ég er á hlaupum út úr húsi á morgnana og þá er frábært að geta gripið eitthvað hollt, gott og næringarríkt með sér út í daginn. Ég er farin að nýta mér það að geta borðað morgunmatinn…

    LESA MEIRA
  • Glútenlaust kryddbrauð

    10/16/2018Grænkerar

    Það er fátt sem er notalegra á haustin og veturna heldur en kanil- og negulilmurinn sem fylgir nýbökuðu kryddbrauði. Hér er uppskrift að glútenlausu, vegan kryddbrauði sem er eitthvað það allra besta sem ég hef nokkurntímann smakkað. Þrátt fyrir að innihaldsefnin séu óneitanlega ólík þeim sem við eigum að venjast kemur það ekki að sök…

    LESA MEIRA
  • Stökkar kjúklingabaunir

    10/07/2018Grænkerar

      Þessi uppskrift varð til fyrir algjöra tilviljun þegar við mamma vorum að prufa ný álegg á pítsu. Í ljós kom að ofnbakaðar kjúklingabaunir passa ekki bara vel á pítsur heldur eru einstaklega góðar einar og sér. Eiginlega það góðar að það var ekkert eftir þegar við ætluðum að setja þær á pítsuna svo við enduðum…

    LESA MEIRA
  • Morgungrautur: Bláber og kanill

    10/07/2018Grænkerar

    Þessi grautur er uppáhaldsgrautur pabba en á hverjum einasta morgni tekur hann einn svona með sér í vinnuna. Grauturinn er mjög einfaldur en í honum eru bara bláber og kanill. Bláber eru flokkuð sem ofurfæða en þau innihalda gífurlegt magn andoxunarefna. Bláber eru með hátt næringargildi en lítið af kaloríum og geta einnig lækkað blóðþrýsting…

    LESA MEIRA
1 2 3 4 5