Matur
-
Í nokkurn tíma hef ég verið að vinna mig meira í áttina að því sem kallast plöntu- og heilfæði , eða whole food plant based, þar sem er lögð áhersla á lítið unna matvöru. Ég er aðeins of hrifin af vegan kjöti (sérstaklega vegan hakki) og eins frábært og það er að hafa slíka valkosti…
-
Ég ELSKA falafel en því miður finnst mér ég einungis fá gott falafel á veitingastöðum. Ég hef margoft gefið frosnu bollunum séns eða reynt að gera sjálf en alltaf orðið fyrir vonbrigðum með útkomuna: þurrar og bragðdaufar bollur sem molna. Ég ákvað að gera eina lokatilraun um daginn og gera falafel bollurnar þá alveg eins…
-
Fylltar pönnukökur, eða crêpes, er frábær réttur vegna þess að bragðlitlar pönnukökurnar má fylla með hverju því sem hugurinn girnist, hvort sem það eru bananar, súkkulaði og rjómi eða eitthvað matarmeira. Ég elda gjarnan crêpes í hádeginu um helgar og get þá notað afgangspönnukökurnar í kaffinu seinna um daginn og fyllt með einhverju sætu. Uppskriftin…
-
Ég elska mexíkóska matargerð en hef aldrei verið mikill aðdáandi tacos fyrr en ég smakkaði tacos á Spes Kitchen (mæli með!). Eftir að ég fann glúteinlausar, mjúkar tacokökur úti í búð var ekki eftir neinu að bíða og þróaði ég þessa uppskrift sem er innblásin af Spes Kitchen og rauðmetinu frá Súrkál fyrir sælkera. Ég…
-
Þessi uppskrift kemur upprunalega frá unnusta mínum en þetta var um það bil það eina sem hann kunni að elda þegar við kynntumst. Rétturinn þarfnast ekki flókinna eldhústækja eða mikils pláss og er því hentug í litlum eldhúsum. Hráefnalistinn er stuttur og einfaldur og er bæði ódýrt og þægilegt að versla inn í þennan rétt.…
-
Þessi einfaldi pottréttur hefur verið í miklu uppáhaldi hjá mér frá því ég varð vegan og er eiginlega skömm að ég sé ekki að deila uppskriftinni fyrr en nú. Rétturinn er frábær hversdags jafnt sem fínt og bragðast jafnvel betur daginn eftir. Uppskriftin er einföld en innihaldið bráðhollt. Saman myndar þetta mjúkan pottrétt með rjómakenndri…
-
Þessi vegan útgáfa af rjómalöguðu sveppapasta með beikoni slær svo sannarlega í gegn og ég mæli með að allir pastaunnendur prófi. Rétturinn samanstendur af soðnu pasta, rjóma-sveppasósu og beikonkrydduðum kjúklingabaunum. Sáraeinfalt en dásamlega bragðgott. Fyrir þá sem vilja bæta enn meira prótíni í máltíðina mæli ég með að nota sojapasta (fæst t.d. í Veganbúðinni) en…
-
Ég er forfallinn pítsuaðdáandi. Þegar ég var yngri var alltaf heimagerð pítsa á föstudögum og ég einu álegginn sem ég viðurkenndi voru sósa, ostur og pepperóní. Eftir að hafa horft á matreiðsluþátt í sjónvarpinu þar sem var útbúin indversk pítsa með grænu pestói, sveppum, eggaldini, mozzarella osti, lambakjöti og fleiri furðulegum áleggjum hófst vegferð mín…
-
Frá því ég var lítil hefur slátur alltaf verið einn uppáhaldsmaturinn minn. Ég saknaði þess þó ekkert sérstaklega eftir að ég varð vegan. Það breyttist þó þegar ég varð ólétt og skyndilega varð ég að fá slátur. Eins og svo oft áður fórum við mamma af stað í tilraunamennsku og úr varð þessi dásamlega uppskrift…
-
Einn uppáhalds morgunmaturinn minn um helgar er tófúhræra eða scrambled tofu. Það er ótrúlega einfalt að útbúa þessa hræru og hún er gríðarlega prótínrík og saðsöm. Hræran er tilvalin fyrir brunch (eða dögurð eins og það kallast á íslensku) og er gott að bera hana fram ásamt brauði, hummus, acai skál og jafnvel pönnukökum. Sumir…
-
Plokkviskur eða Vlokkfiskur? Þetta undarlega nafn stendur að sjálfsögðu fyrir vegan plokkfisk. Þetta er þó ekki einhver tískuútgáfa af plokkfiski heldur einungis vegan útgáfa af þessum gamla, góða og einfalda heimilisrétti. Strangheiðarlegur plokkviskur. Uppistaðan í plokkfisk er ýsa, kartöflur, laukur og uppstúfur. Kartöflur og laukur eru vegan og uppstúf er tiltölulega einfalt að veganvæða. Fiskurinn…
-
Eftir að mótanlega Oumph hakkið kom í búðir var fyrsta mál á dagskrá að prófa að gera borgara. Skemmst er frá því að segja að sú tilraun tókst með eindæmum vel og úr varð þessi sáraeinfalda en dásamlega uppskrift sem inniheldur aðeins tvö innihaldsefni: Oumph hakk og chia fræ. Oumph hakkið er glútenlaust og eru…