Matur

  • Hummuspasta

    Þessi uppskrift af hummuspasta er svo einföld en gríðarlega holl, saðsöm og næringarrík. Ég elda pasta ekkert rosalega oft en þegar ég geri það þá finnst mér mikilvægt að rétturinn innihaldi prótín og grænmeti. Ég er hins vegar mjög hrifin af mildu, rjómakenndu pasta og varð þessi uppskrift til þegar ég reyndi að sameina þetta…

    LESA MEIRA
  • Jackfruit tacos

    Jackfruit er ávöxtur sem ég las fyrst um fyrir tveimur árum síðan og smakkaði fyrst fyrir ári síðan. Ávöxturinn kemur frá Indlandi og er mikið notaður í asískri matargerð.  Jackfruit hefur virkilega sérstaka áferð, svona hálfgerða „pulled“ áferð og hentar því vel í stað kjöts í marga rétti. Jackfruit ávöxturinn er gríðarlega hollur og góður…

    LESA MEIRA
  • Indverskt Dal

    Indverskt dal er grænmetis-baunaréttur sem er gríðarlega vinsæll hversdagsmatur í Indlandi og hefur náð mikilli útbreiðslu í öðrum löndum. Ég nota orðið “Dal” hér en einnig má rita “Daal”, “Dhal” og “Dahl”. Orðið kemur úr Hindi og notað yfir klofnar baunir og sömuleiðis þennan rétt, sem gerður er úr klofnum linsubaunum.        …

    LESA MEIRA
  • Tandoori Oumph

    Nú er Veganúar og eflaust margir sem eru að feta sín fyrstu skref í gerð grænkerafæðis. Í dag má finna vegan rétti á flestum veitingastöðum landsins og matvöruverslanir selja tilbúna skyndibita sem þarf í mesta lagi að skella í ofninn. Það er því sannarlega ekki hægt að segja að það sé vesen að vera vegan.…

    LESA MEIRA
  • Partývefjur

    Þessar vefjur eru frábærar í partý eða matarboð þar sem allir eiga að mæta með eitthvað á borðið. Vefjurnar eru súper auðveldar, bráðhollar og bestar ef þær eru gerðar daginn áður. Ég hef ósjaldan hent í nokkrar svona vefjur daginn fyrir boð, geymt í ísskáp og skorið niður rétt áður en ég mæti. Vefjurnar hafa…

    LESA MEIRA
  • HangiOumph

    Mörgum finnst hangikjöt ómissandi í desember og eiga eflaust flestir Íslendingar hefðir og minningar sem byggja á hangikjötsáti. Mamma er ein af þessu fólki, en hangikjöt var eitthvað það allra besta sem hún gat hugsað sér. Í ár ákváðum við mæðgurnar að láta loksins verða af því að gera vegan útgáfu af þessum íslenska jólamat.…

    LESA MEIRA
  • Hátíðarhnetusteik

    Stuttu eftir að ég varð vegan hélt ég að ekkert gæti komið í staðinn fyrir jóla-lambahrygginn sem var það besta sem ég fékk. Þessi hnetusteik er hins vegar alveg jafn góð, ef ekki bara miklu betri! Hún er mjög hátíðleg og bragðgóð og passar vel með brúnni sósu og sykurbrúnuðum kartöflum. Ég eldaði þessa hnetusteik fyrir…

    LESA MEIRA
  • HamborgarOumph

    Hamborgarhryggur er vinsælasti jólamatur Íslendinga og eflaust mörgum sem finnst jólin ekki koma ef hamborgarhrygginn vantar. Mig langaði þess vegna að reyna að gera vegan útgáfu af þessum vinsæla hátíðarrétti. Tilraunin tókst ekkert smá vel og ég er virkilega spennt að deila þessari uppskrift með ykkur. Uppskriftin nægir í einn lítinn hleif, eins og má…

    LESA MEIRA
  • NoMeat NoCheese flatbaka

    Ef það er hægt að gera vegan meat&cheese pítsu þá held ég að grænkerum séu allir vegir færir í eldhúsinu. Ég get svo svarið það að þessi pítsa er eins og sending frá himnaríki. Hún er svo fáránlega einföld, djúsí og góð að það er eiginlega mesta furða að ég hafi ekki gert þetta löngu…

    LESA MEIRA
  • Kjötlaus kjötsúpa

    Kjötsúpa er sannarlega einn þekktasti þjóðarréttur Íslendinga og þekkja flestir hlýlegan ilminn af mildri súpunni. Hér er uppskrift af hinni klassísku íslensku kjötsúpu, nema án kjöts. Mamma þróaði þessa uppskrift en eftir að ég varð vegan var hún staðráðin í að útbúa vegan útgáfu af klassískri kjötsúpu, sem henni tókst svo sannarlega. Ég var aldrei…

    LESA MEIRA
  • Tortillur með svartbaunamauki

    Ég hef alltaf verið hrifin af tortillum en eftir að ég varð vegan þá má segja að hrifning mín hafi náð nýjum hæðum. Við það að skipta út hakki eða kjúklingi fyrir svartbaunamauk verða til einhverjar allra bestu tortillur sem ég hef smakkað. Tortillur eru eiginlega vandræðalega algengur matur á mínu heimili og borðum við…

    LESA MEIRA
  • Karrý kjúklingabaunir

    Þessar karrý kjúklingabaunir eru gerðar nánast vikulega á heimilinu mínu. Uppskriftin er svo hlægilega einföld en jafnframt ótrúlega bragðgóð. Kjúklingabaunir eru tiltölulega bragðmildar baunir með þægilegri áferð sem flestir sem eru að byrja að borða baunir ættu að prófa. Kjúklingabaunir, eins og flestar baunir, eru prótínríkar auk þess sem þær innihalda trefjar, vítamín og steinefni.…

    LESA MEIRA
1 2 3 4