Snarl og smáréttir
-
Veðrið seinustu daga hefur fengið mig til að trúa því að sumarið sé loksins að láta sjá sig. Þá er sannarlega við hæfi að birta hugmynd að vegan grillveislu ásamt uppskrift að geggjuðu hrásalati! Ég elska vegan vörurnar frá Ellu Stínu sem passa fullkomlega við hvernig mat ég vil borða og mín gildi svo ég…
-
Ég reyni að eiga alltaf til eitthvað hollt og fljótlegt sem er hægt að grípa í því reynslan mín er sú að ef ég er svöng og á hlaupum er það ekki alltaf það hollasta eða ódýrasta sem verður fyrir valinu. Keyptir hnetubarir, full ávaxtaskál og efni í boost er þess vegna staðalbúnaður á mínu…
-
Bitarnir samanstanda af botni úr döðlum, möndlum og pekanhnetum, hnetusmjörslagi, dásamlega mjúku kókos-saltkaramellukremi og eru loks toppaðir með dökku súkkulaði. Þetta hljómar kannski flókið en í raun er uppskriftin rosa fljótleg þar sem hráefnunum er einfaldlega skellt í blandara/matvinnsluvél. Þessa bita hef ég gert reglulega í fjöldamörg ár og þeir vekja alltaf jafn mikla lukku.…
-
Nú er haustið er komið, dagarnir farnir að styttast og rútínan byrjuð aftur. Þá er vel við hæfi að birta uppskrift að unaðslegri súkkulaðiköku í örbylgjuofni sem gæti ekki verið einfaldari. Hráefnunum er einfaldlega blandað saman í bolla og kakan svo bökuð í örbylgjuofni í 2 mínútur. Kosturinn við að útbúa súkkulaðiköku í bolla er…
-
Ég ELSKA falafel en því miður finnst mér ég einungis fá gott falafel á veitingastöðum. Ég hef margoft gefið frosnu bollunum séns eða reynt að gera sjálf en alltaf orðið fyrir vonbrigðum með útkomuna: þurrar og bragðdaufar bollur sem molna. Ég ákvað að gera eina lokatilraun um daginn og gera falafel bollurnar þá alveg eins…
-
Ég vil stundum meina að ég hafi nælt mér í unnusta minn með þessu möndlusmjöri. Þegar við vorum nýbyrjuð að hittast sendi ég hann eitt sinn heim með krukku af þessu möndlusmjöri og hef ég ekki losnað við hann síðan þá. Með því að blanda saman ristuðum möndlum og kasjúhnetum fæst mýkt sem flestir byrjendur,…
-
Ég gæti lifað á hummus, ég sver það. Hummus er ekki einungis bragðgóður heldur er hann hollur og mettandi. Það er ótrúlega einfalt, ódýrt og fljótlegt að búa til sinn eigin hummus svo ég mæli alltaf með því að útbúa sinn eigin hummus í stað þess að kaupa. Ég er nú þegar með uppskrift af…
-
Mér finnst fátt skemmtilegra en að útbúa minn eigin vegan ost. Kasjúhnetur eru uppistaðan í heimagerðu ostunum mínum en þegar þær eru settar í blender ásamt vökva verður úr silkimjúkt mauk. Osturinn fær hins vegar bragð sitt úr næringargeri, sítrónusafa, og hlynsýrópi. Galdrahráefnið er síðan hið furðulega efni agar-agar. Þegar hráefnin fyrir ostinn eru sett…
-
Mér finnst fátt betra en heimagerður hummus. Það er svo ótrúlega einfalt, ódýrt og fljótlegt að búa til sinn eigin hummus. Ég er nú þegar með uppskrift af hefðbundnum hummus og grænkálshummus á síðunni en ákvað núna að breyta aðeins og prófa að gera rauðrófuhummus og túrmerikhummus. Það heppnaðist ekkert smá vel og ég mun klárlega gera fleiri…
-
Þessar vefjur eru frábærar í partý eða matarboð þar sem allir eiga að mæta með eitthvað á borðið. Vefjurnar eru súper auðveldar, bráðhollar og bestar ef þær eru gerðar daginn áður. Ég hef ósjaldan hent í nokkrar svona vefjur daginn fyrir boð, geymt í ísskáp og skorið niður rétt áður en ég mæti. Vefjurnar hafa…
-
Ég hef alltaf verið mikil morgunmanneskja og er morgunmatur heilagur fyrir mér. Það gerist hins vegar oft að ég er á hlaupum út úr húsi á morgnana og þá er frábært að geta gripið eitthvað hollt, gott og næringarríkt með sér út í daginn. Ég er farin að nýta mér það að geta borðað morgunmatinn…
-
Þessi uppskrift varð til fyrir algjöra tilviljun þegar við mamma vorum að prufa ný álegg á pítsu. Í ljós kom að ofnbakaðar kjúklingabaunir passa ekki bara vel á pítsur heldur eru einstaklega góðar einar og sér. Eiginlega það góðar að það var ekkert eftir þegar við ætluðum að setja þær á pítsuna svo við enduðum…