Kökur og sætindi

  • Bláberjapæ með hnetubotni

    Ég ákvað að láta loksins verða af því að birta eina af mínum uppáhalds kökuuppskriftum en jafnframt þá allra hollustu. Ég held að fólk mikli oft aðeins fyrir sér að gera svona kökur en í raun eru þær svo ótrúlega einfaldar því öllu er skellt í blandara/matvinnsluvél og sjálf vinnan er í raun bara að…

    LESA MEIRA
  • Bökuð ostakaka með berjatoppi

    Bökuð ostakaka með berjatoppi er fullkomin haustkaka, og frábær leið til að nýta berin sem þið tínduð (vonandi) í berjamó í haust. Ég hef einnig gert kökuna með frosnum hindberjum og það kemur ekki síður vel út. Ég er búin að vinna í þessari uppskrift í smá tíma og þróa hana þannig að hún sé…

    LESA MEIRA
  • Glútenlaus súkkulaðikaka með saltkaramellukremi

    Glútenlaus bakstur… hvar á ég að byrja? Frá því að mamma greindist með glútenóþol fyrir mörgum árum síðan hef ég átt í ástar- hatursambandi við glútenlausan bakstur. Ég hef ótrúlega gaman af áskorunum í matargerð og er alltaf full bjartsýni þegar ég dreg fram glútenlausa mjölið. Þegar afurðin fer í ofninn renna hins vegar á…

    LESA MEIRA
  • Bakaðir hafrabitar

    Ég reyni að eiga alltaf til eitthvað hollt og fljótlegt sem er hægt að grípa í því reynslan mín er sú að ef ég er svöng og á hlaupum er það ekki alltaf það hollasta eða ódýrasta sem verður fyrir valinu. Keyptir hnetubarir, full ávaxtaskál og efni í boost er þess vegna staðalbúnaður á mínu…

    LESA MEIRA
  • Avókadó- limehrákaka

    Þessi fagurgræna hrákaka er uppáhalds kakan mín. Ég átta mig fullkomlega á því að nú hugsa eflaust margir að ég sé gengin af göflunum en ég lofa að þessi kaka kemur á óvart. Hún er gríðarlega fersk, holl og sumarleg og nær fullkomnu jafnvægi milli þess að vera súr og sæt. Fyllingin er silkimjúk og…

    LESA MEIRA
  • Fjögurra laga snickers hnetubitar

    Bitarnir samanstanda af botni úr döðlum, möndlum og pekanhnetum, hnetusmjörslagi, dásamlega mjúku kókos-saltkaramellukremi og eru loks toppaðir með dökku súkkulaði. Þetta hljómar kannski flókið en í raun er uppskriftin rosa fljótleg þar sem hráefnunum er einfaldlega skellt í blandara/matvinnsluvél. Þessa bita hef ég gert reglulega í fjöldamörg ár og þeir vekja alltaf jafn mikla lukku.…

    LESA MEIRA
  • Svartbaunabrúnkur

    Þessa uppskrift hef ég haft í miklu uppáhaldi í þó nokkur ár en var aldrei búin að skrifa niður nákvæma uppskrift fyrr en nú. Einhverjum þykir kannski undarlegt að nota svartbaunir í kökubakstur en ég get fullyrt að það mun enginn finna neitt svartbaunabragð heldur gefa þær kökunum dásamlega mýkt og bæta næringarinnihald þeirra auðvitað…

    LESA MEIRA
  • Einföld bollakaka í örbylgjuofni

    Nú er haustið er komið, dagarnir farnir að styttast og rútínan byrjuð aftur. Þá er vel við hæfi að birta uppskrift að unaðslegri súkkulaðiköku í örbylgjuofni sem gæti ekki verið einfaldari. Hráefnunum er einfaldlega blandað saman í bolla og kakan svo bökuð í örbylgjuofni í 2 mínútur. Kosturinn við að útbúa súkkulaðiköku í bolla er…

    LESA MEIRA
  • Truflaðar súkkulaðitrufflur

    Dásamlegar vegan súkkulaðitrufflur sem bráðna í munninum. Mér finnst frábært að eiga þessar trufflur til í ísskáp eða frysti til að eiga með kaffinu yfir hátíðirnar eða sem heimagerð jólagjöf fyrir vini og ættingja. Í uppskriftina nota ég silken tófú sem er sérstök tegund af tófú og gefur trufflunum silkimjúka áferð en einnig hollustu og…

    LESA MEIRA
  • Súkkulaðihrákaka

    Þessi kaka kom í kökublaði Vikunnar í febrúar 2019 og er nú loksins birt hér á síðunni. Hún er dásamlega vel heppnuð þótt ég segi sjálf frá og ég mæli með því að prófa. Kakan er unaðslega mjúk og bráðnar í munninum. Það er eiginlega fáránlegt að hugsa til þess að gerðar séu óhollar kökur…

    LESA MEIRA
  • Prótínpönnukökur

    Pönnukökur eru með því betra sem ég veit og finnst mér þær ómissandi í brönsinn um helgar. Lítið mál er að gera hefðbundnar amerískar pönnukökur úr hveiti, sykri lyftidufti og plöntumjólk. Hins vegar reyni ég alltaf að gera matinn eins hollan og næringarríkann og hægt er – án þess að það komi niður á bragðinu…

    LESA MEIRA
  • Banana- og kaffiís

    Hver segir að ís þurfi að vera óhollur? Þessi banana-kaffiís er allavega stútfullur af næringu, hollur, bragðgóður og að sjálfsögðu vegan. Uppistaðan í ísnum eru frosnir bananar en þegar frosnir bananar eru malaðir í matvinnsluvél eða öflugum blender verður úr ótrúlega léttur, ljós og creamy bananaís. Á ensku er þessi tegund af ís (þar sem…

    LESA MEIRA
1 2