Kökur og sætindi

  • Glútenlausar piparkökur

    Piparkökur eru svo gott sem nauðsynlegar þegar dregur að jólum. Það er fátt notalegra en að finna hlýlegan kryddilminn berast úr ofninum og bragða svo á volgum, stökkum smákökunum ásamt ískaldri (vegan)mjólk. Mamma þróaði þessa uppskrift fyrir stuttu síðan og tókst ekkert smá vel. Við mælum með að eiga eina rúllu af piparkökudeigi inni í…

    LESA MEIRA
  • Jarðarberjaís

    Ég elska ís en hef reynt að halda ísneyslu minni í hófi enda er þessi frosni réttur oft nokkuð óhollur. Það var því stórkostleg uppgötvun þegar ég komst að því að hægt er að útbúa að ís sem er bæði bragðgóður og ofurhollur.   Þegar frosnir bananar eru settir í matvinnsluvél þá verður til gríðarlega…

    LESA MEIRA
  • Karamelluostakaka

    Þessi karamelluostakaka er syndsamlega góð. Þetta er svona kaka sem maður stelst í um miðja nótt þegar enginn sér til. En þrátt fyrir hvað kakan er dásamlega bragðgóð er hún líka svo holl! Kakan er næringarrík og saðsöm en helsta hráefnið eru hnetur. Fyllingin er mild, létt og örlítið loftkennd þannig að hún bráðnar í…

    LESA MEIRA
  • Vegan sörur

    Sörur eru uppáhaldssmákökurnar mínar og á hverjum jólum baka ég sörur ásamt systur minni. Eftir að ég varð vegan þá var ekkert annað í stöðunni en að læra að baka vegan sörur. Útkoman kemur ótrúlega á óvart og það er sannarlega hægt að gera vegan sörur sem smakkast alveg eins og þessar “gömlu góðu”, ef…

    LESA MEIRA
  • Súkkulaðibitakökur

    Þessar súkkulaðibitakökur eru hollar, glútenlausar, vegan og lausar við hvítan sykur. Uppskriftin er auðveld og fljótleg og kökurnar dásamlegar en þær eru mjúkar að innan og súkkulaðið bráðnar í munninum. Ég baka ekki oft smákökur en þegar veðrið fer kólnandi og dagarnir byrja að styttast þá fæ ég alltaf löngun til að fylla húsið með…

    LESA MEIRA
  • Möndlu- og döðlubitar

    Ég hef alltaf verið mikil morgunmanneskja og er morgunmatur heilagur fyrir mér. Það gerist hins vegar oft að ég er á hlaupum út úr húsi á morgnana og þá er frábært að geta gripið eitthvað hollt, gott og næringarríkt með sér út í daginn. Ég er farin að nýta mér það að geta borðað morgunmatinn…

    LESA MEIRA
  • Glútenlausar vöfflur

    Þessar glútenlausu vöfflur eru á boðstólum á heimilinu mínu hvern einasta sunnudag. Mamma elskar vöfflur en eftir að hún greindist með glútenóþol reyndist þrautinni þyngra að gera almennilegar glútenlausar vöfflur. Annað hvort var áferðin eins og gúmmí eða þær molnuðu í sundur. Þessi uppskrift er afrakstur af mikilli tilraunastarfsemi seinustu árin en við höfum komist…

    LESA MEIRA
  • Súkkulaðihnetusmjör

    Þetta súkkulaðismjör er hið fullkomna brauðálegg að mínu mati. Það er mjúkt og „creamy“, inniheldur súkkulaði og er hollt. Ekki skemmir fyrir hvað það er ótrúlega auðvelt að gera það.   Mér finnst ótrúlega skemmtilegt að gera hnetusmjör og næ sjaldnast að slíta augun af matvinnsluvélinni meðan hún tætir hneturnar sundur. Smátt og smátt byrja…

    LESA MEIRA
  • Döðlur með hnetusmjöri

    Döðlur fylltar með hnetusmjöri eru frábærar sem millimál þegar sætindaþörfin gerir vart við sig. Þessi ofureinfaldi réttur er með hollri fitu úr hnetusmjörinu og náttúrulegri sætu úr döðlunum. Þessi uppskrift er því sykurlaus, vegan og glútenlaus en ekki síst bráðholl og mettandi.   Mikilvægt er að nota ferskar döðlur en mér finnst medjool döðlur bestar.…

    LESA MEIRA
  • Jarðarberjaostakaka

    Þessi fagurbleika, vegan jarðarberjaostakaka var mín fyrsta vel heppnaða tilraun til að gera vegan ostaköku.  Með því að nota kasjúhnetur og vegan rjómaost fæst mjúka, ostakennda áferðin sem einkennir hefðbundnar ostakökur en er þessi kaka léttari og fer betur í maga. Hún er fersk, holl, bragðgóð og falleg og ekki skemmir fyrir hvað það er…

    LESA MEIRA
  • Brownies

    Hér er uppskrift að bráðhollum og ofurdjúsí glútenlausum brownies sem eru í algjöru uppáhaldi hjá mér. Í hvert sinn sem ég þarf að útbúa köku, hvort sem það er fyrir veislu, fjölskylduna eða bara mig þá er þetta fyrsta kakan sem mér dettur í hug og eru nokkrar ástæður fyrir því. Í fyrsta lagi er…

    LESA MEIRA
1 2