Matur

  • Ofnbakaðar paprikur með quinoafyllingu

    Þessi réttur er ekki einungis skemmtilegur útlitslega (fullkominn fyrir næsta matarboð) heldur er bragðið, ótrúlegt en satt, betra en útlitið gefur til kynna! Þessi uppskrift kemur svo innilega á óvart og eru þessar ofnbökuðu paprikur með quinoafyllingu orðnar einn af reglubundnum réttum heimilisins. Ég held að lykillinn við bragðið felist í tveimur atriðum. Annars vegar…

    LESA MEIRA
  • Chili sin carne

    Fullkomin uppskrift fyrir kaldari mánuði ársins. Þennan pottrétt er ótrúlega einfalt að útbúa og bragðið er dásamlegt. Ég var ekki alveg viss um hvort ég ætti að kalla réttinn Chili sin carne eða Chili con carne vegna þess að notast er við vegan hakk. Þannig er uppskriftin vissulega kjötlaus en bragðast þó eins og Chili…

    LESA MEIRA
  • Poke skál með vegan teriyaki kjúkling

    Poke skál er eins konar ósamsett sushi. Í stað þess að rúlla hráefnunum upp í lengju og skera í bita er hráefnunum raðað í skál og niðurstaðan er dásamleg! Poke skál gefur okkur þannig svipaðan bragðprófíl og sushi en er miklu einfaldari í gerð og hollari þar sem hlutfall og fjölbreytni grænmetis er talsvert meiri.…

    LESA MEIRA
  • Pastarétturinn sem allir elska

    Ég kynntist þessum pastarétti upprunalega hjá systur minni sem eldaði dásamlega bragðgóðan og ofureinfaldan pastarétt þar sem sósan samanstóð fyrst og fremst af tómötum í dós og matreiðslurjóma. Við það að blanda matreiðslurjómanum út í klassíska marinara sósu urðu einhverjir töfrar til og bragðið er tekið á næsta stig. Eins og þið eflaust vitið stóðst…

    LESA MEIRA
  • Kókos-karrý núðluréttur

    Seinustu helgi fór ég á bændamarkað Krónunnar og var virkilega glöð að sjá nýupptekið, umbúðalaust blaðkál (e. bok choy/pak choi) en þetta fagurgræna kál sem vex í litlum knippum er mikið notað í asískri matargerð. Mér finnst svo frábært að þetta sé ræktað hérlendis en ég er orðin sjúk í það. Kálið er einfalt að…

    LESA MEIRA
  • Fullkomin sveppasúpa með timian

    Ég held ég geti með sanni sagt að þessi sveppasúpa sé uppáhalds matur mannsins míns. Hvort sem hún er í forrétt eða aðalrétt þá get ég stólað á að hann klárar súpuna upp til agna! Lykillinn liggur í því að sveppirnir eru í stórum bitum og steiktir ásamt lauknum og hvítlauknum. Þannig draga þeir í…

    LESA MEIRA
  • Lime og kóríander hrásalat fyrir grillveisluna

    Veðrið seinustu daga hefur fengið mig til að trúa því að sumarið sé loksins að láta sjá sig. Þá er sannarlega við hæfi að birta hugmynd að vegan grillveislu ásamt uppskrift að geggjuðu hrásalati! Ég elska vegan vörurnar frá Ellu Stínu sem passa fullkomlega við hvernig mat ég vil borða og mín gildi svo ég…

    LESA MEIRA
  • Vegan steik og meðlæti fyrir páskana

    Við fjölskyldan erum þessa dagana að flytja í íbúðina okkar og náum páskafríi á nýja staðnum. Ég ákvað að fagna flutningum og skírdegi með því að bjóða fjölskyldunni minni í mat. Eins og þau sem hafa flutt þekkja eflaust þá eru enn fæstir hlutir á sínum stað og lítið til í eldhúsinu svo mig langaði…

    LESA MEIRA
  • Vegan vörur Ellu Stínu

    Þessi uppskrift er með óhefðbundnu sniði þar sem mig langaði að sýna ykkur fjóra rétti úr nokkrum af vegan vörunum frá Ellu Stínu: Aspassúpu með snöggsteiktum aspas, Hollustuborgara með pikkluðum rauðlauk og stökkum kartöflubátum, Tacos með sveppa- og svartbaunabuffi og grænni kóríandersósu og loks döðluköku með karamellukremi. Þessi færsla snýr því meira að því að…

    LESA MEIRA
  • Haustsalat með grænkáli, kínóa og bökuðu graskeri

    Salöt eru að mínu mati stórlega vanmetin. Fyrir mér á salat að vera mettandi, bragðgott og stútfullt af góðri næringu, hollri fitu, vítamínum og andoxunarefnum. Mér finnst því mikilvægt að láta ekki staðar numið við kál-gúrka-tómatar blönduna heldur að hafa til dæmis ofnbakað grænmeti, góða sósu, ristaðar hnetur eða fræ og jafnvel kryddjurtir og ber.…

    LESA MEIRA
  • Fyllt eggaldin með quinoa og tahini sósu

    Pabbi stakk upp á því að við myndum prófa að gera fyllt eggaldin og úr varð þessi næringarríka, holla og dásamlega bragðgóða uppskrift. Eggaldin er ekki allra en ég vil meina að það stafi af því hvað við Íslendingar kunnum takmarkað að matreiða það. Eftir að ég fór til Búdapest 2019 og smakkaði Baba ganoush…

    LESA MEIRA
  • Lasagna kúrbítsrúllur

    Það eru þó nokkur ár síðan ég gerði fyrst kúrbítslasagna og er þetta réttur sem ég geri að meðaltali nokkuð reglulega en dreifingin er aftur á móti með hinu ójafnasta móti. Það líða oft mánuðir þar sem mér kemur aldrei til hugar að gera kúrbítslasagna og svo kemur tímabil þar sem ég elda það að…

    LESA MEIRA
1 2 3 4