Jól

  • Truflaðar súkkulaðitrufflur

    12/06/2020Grænkerar

    Dásamlegar vegan súkkulaðitrufflur sem bráðna í munninum. Mér finnst frábært að eiga þessar trufflur til í ísskáp eða frysti til að eiga með kaffinu yfir hátíðirnar eða sem heimagerð jólagjöf fyrir vini og ættingja. Í uppskriftina nota ég silken tófú sem er sérstök tegund af tófú og gefur trufflunum silkimjúka áferð en einnig hollustu og…

    LESA MEIRA
  • HangiOumph

    12/19/2018Grænkerar

    Mörgum finnst hangikjöt ómissandi í desember og eiga eflaust flestir Íslendingar hefðir og minningar sem byggja á hangikjötsáti. Mamma er ein af þessu fólki, en hangikjöt var eitthvað það allra besta sem hún gat hugsað sér. Í ár ákváðum við mæðgurnar að láta loksins verða af því að gera vegan útgáfu af þessum íslenska jólamat.…

    LESA MEIRA
  • Banana- og kaffiís

    12/18/2018Grænkerar

    Hver segir að ís þurfi að vera óhollur? Þessi banana-kaffiís er allavega stútfullur af næringu, hollur, bragðgóður og að sjálfsögðu vegan. Uppistaðan í ísnum eru frosnir bananar en þegar frosnir bananar eru malaðir í matvinnsluvél eða öflugum blender verður úr ótrúlega léttur, ljós og creamy bananaís. Á ensku er þessi tegund af ís (þar sem…

    LESA MEIRA
  • Hátíðarhnetusteik

    12/17/2018Grænkerar

    Stuttu eftir að ég varð vegan hélt ég að ekkert gæti komið í staðinn fyrir jóla-lambahrygginn sem var það besta sem ég fékk. Þessi hnetusteik er hins vegar alveg jafn góð, ef ekki bara miklu betri! Hún er mjög hátíðleg og bragðgóð og passar vel með brúnni sósu og sykurbrúnuðum kartöflum. Ég eldaði þessa hnetusteik fyrir…

    LESA MEIRA
  • Glútenlausar piparkökur

    12/15/2018Grænkerar

    Piparkökur eru svo gott sem nauðsynlegar þegar dregur að jólum. Það er fátt notalegra en að finna hlýlegan kryddilminn berast úr ofninum og bragða svo á volgum, stökkum smákökunum ásamt ískaldri (vegan)mjólk. Mamma þróaði þessa uppskrift fyrir stuttu síðan og tókst ekkert smá vel. Við mælum með að eiga eina rúllu af piparkökudeigi inni í…

    LESA MEIRA
  • Jarðarberjaís

    12/14/2018Grænkerar

    Ég elska ís en hef reynt að halda ísneyslu minni í hófi enda er þessi frosni réttur oft nokkuð óhollur. Það var því stórkostleg uppgötvun þegar ég komst að því að hægt er að útbúa að ís sem er bæði bragðgóður og ofurhollur.   Þegar frosnir bananar eru settir í matvinnsluvél þá verður til gríðarlega…

    LESA MEIRA
  • HamborgarOumph

    12/13/2018Grænkerar

    Hamborgarhryggur er vinsælasti jólamatur Íslendinga og eflaust mörgum sem finnst jólin ekki koma ef hamborgarhrygginn vantar. Mig langaði þess vegna að reyna að gera vegan útgáfu af þessum vinsæla hátíðarrétti. Tilraunin tókst ekkert smá vel og ég er virkilega spennt að deila þessari uppskrift með ykkur. Uppskriftin nægir í einn lítinn hleif, eins og má…

    LESA MEIRA
  • Karamelluostakaka

    12/02/2018Grænkerar

    Þessi karamelluostakaka er syndsamlega góð. Þetta er svona kaka sem maður stelst í um miðja nótt þegar enginn sér til. En þrátt fyrir hvað kakan er dásamlega bragðgóð er hún líka svo holl! Kakan er næringarrík og saðsöm en helsta hráefnið eru hnetur. Fyllingin er mild, létt og örlítið loftkennd þannig að hún bráðnar í…

    LESA MEIRA
  • Vegan sörur

    11/30/2018Grænkerar

    Sörur eru uppáhaldssmákökurnar mínar og á hverjum jólum baka ég sörur ásamt systur minni. Eftir að ég varð vegan þá var ekkert annað í stöðunni en að læra að baka vegan sörur. Útkoman kemur ótrúlega á óvart og það er sannarlega hægt að gera vegan sörur sem smakkast alveg eins og þessar “gömlu góðu”, ef…

    LESA MEIRA
  • Súkkulaðibitakökur

    11/03/2018Grænkerar

    Þessar súkkulaðibitakökur eru hollar, glútenlausar, vegan og lausar við hvítan sykur. Uppskriftin er auðveld og fljótleg og kökurnar dásamlegar en þær eru mjúkar að innan og súkkulaðið bráðnar í munninum. Ég baka ekki oft smákökur en þegar veðrið fer kólnandi og dagarnir byrja að styttast þá fæ ég alltaf löngun til að fylla húsið með…

    LESA MEIRA
  • Glútenlaust kryddbrauð

    10/16/2018Grænkerar

    Það er fátt sem er notalegra á haustin og veturna heldur en kanil- og negulilmurinn sem fylgir nýbökuðu kryddbrauði. Hér er uppskrift að glútenlausu, vegan kryddbrauði sem er eitthvað það allra besta sem ég hef nokkurntímann smakkað. Þrátt fyrir að innihaldsefnin séu óneitanlega ólík þeim sem við eigum að venjast kemur það ekki að sök…

    LESA MEIRA
  • Morgungrautur: Bláber og kanill

    10/07/2018Grænkerar

    Þessi grautur er uppáhaldsgrautur pabba en á hverjum einasta morgni tekur hann einn svona með sér í vinnuna. Grauturinn er mjög einfaldur en í honum eru bara bláber og kanill. Bláber eru flokkuð sem ofurfæða en þau innihalda gífurlegt magn andoxunarefna. Bláber eru með hátt næringargildi en lítið af kaloríum og geta einnig lækkað blóðþrýsting…

    LESA MEIRA
1 2