Plastlausar og vegan hárvörur

Ég prófaði hársápu- og hárnæringarstykkin frá Tropic fyrir tæpu ári síðan og er hæstánægð með að hafa fundið plastlausar og vegan hárvörur sem virka fyrir hárið mitt. Ég hafði fylgst með hársápu- og hárnæringarstykkjum koma á markað en hugsaði alltaf að þetta myndi aldrei duga fyrir hárið mitt, en ég er með miklar krullur. Það reyndist þó alls ekki vera vandamál og eftir smá erfiðleika í upphafi við að læra að bera sápu og næringu í hörðu formi í hárið finnst mér stykkin hreinlega betri. Ég elska einnig að sleppa við alla plastbrúsana sem ég var áður að drukkna í og finnst mun betra að vera með þessi tvö stykki á hillu við sturtuna á fallegum sápudiski.

Tropic er íslenskt fyrirtæki sem hefur það markmið að gera lífið plastminna, náttúrulegra og plöntumiðaðra og má þar finna vörur fyrir húð, hár, líkama og heimili sem ég mæli með að skoða.

Hársápu- og hárnæringarstykkin

Hársápu- og hárnæringarstykkin frá Tropic eru vegan, cruelty free, plastlaus, laus við pálmaolíu, SLS og paraben. Stykkin eru handgerð af fjölskyldufyrirtæki í Bandaríkjunum fyrir Tropic og koma í fjórum útgáfum: Mumbai Mood með ananas- og mangóilm, Cancún Caress með límónu- og kókosilm, Fiji Feels með kryddaðri vanillu og sætum kókos og Hyams Heaven sem er ilmefnalaust og hentar því vel fyrir viðkvæma og börn. Mér finnst dásamleg lykt af stykkjunum sem er mild og fersk en ekki sterk eða yfirgnæfandi, en ég er ekki hrifin af hárvörum sem skilja eftir afgerandi lykt í hárinu mínu heilu dagana. Mér finnst einnig frábært að hafa val um ilmefnalaust því ég reyni að passa vel upp á hvaða vörur ég nota fyrir barnið mitt og forðast þar ilmefni.

Innihaldsefni

Hárnæringarstykkið inniheldur:
Behentrimonium methosulfate (frá repjuolíu), cetearyl (náttúrulegt bindiefni og næring), kakósmjör, cetyl alcohol (nærandi en ekki þurrkandi alkóhól), kókosolía, glýserín, ólífuolía, jojoba olía, ilmolíublanda (án parabena og phthalate), hveitikímolía, d-panthenol, mica, titanium dioxide, chromium oxide green.

Hársápustykkið inniheldur:
Sodium coco sulfate, kókosolía, kakósmjör, ilmolíublöndur (án parabena og án phthalate), d-panthenol, mica, titanium dioxide, chromium oxide green.

Sodium coco sulfate er náttúrulegt hreinsiefni úr kókosolíu sem fjarlægir dauðar húðfrumur og óhreina fitu án þess að þurrka upp hársvörðinn.

Reynsla mín sem krulluhaus (Curly girl method)

Ég er með miklar krullur og nota alltaf mikið magn af hárnæringu til að geta greitt í gegnum krullurnar og óttaðist helst að hárnæringarstykkið myndi ekki duga fyrir krullurnar. Eftir að ég lærði að nota það (fyrst vissi ég auðvitað ekkert hvernig ég bæri svona hárnæringu í hárið) fannst mér stykkið hins virka frábærlega fyrir hárið mitt. Með því að strjúka því meðfram hárinu og greiða í gegn með fingrum um leið næ ég að losa helstu flækjur og dreifa hárnæringunni vel um allt hárið. Fyrir ykkur sem fylgið Curly girl method eins og ég inniheldur hárnæringarstykkið einungis leyfð efni og engin þurrkandi alkóhól, súlföt eða sílikon og er því frábært fyrir krulluhausa sem vilja huga að umhverfinu.

Ég vandi mig snemma af því að nota sjampó oft og þvæ hárið í raun með hárnæringu. Hins vegar safnast efni fyrir í hárinu með tímanum og því þarf ég að nota sjampó inn á milli, eða á um 2 mánaða fresti. Vegna þess hve sjaldan ég nota sjampó fannst mér sjampóin sem uppfylltu staðla Curly girl method ekki virka nægilega vel til að fjarlægja öll uppsöfnuð efni úr hárinu og fékk ráðleggingu um að nota sjampó með súlfati en almennt er ekki mælt með því að nota nota nein þurrkandi efni í krullur (þau virka þó vel fyrir flestar aðrar tegundir af hári). Vegna þess hve sjaldan ég nota sjampó finnst mér sjampóið frá Tropic henta þrátt fyrir að það uppfylli ekki staðla Curly girl method en það inniheldur Sodium coco sulfate. Sjampóið freyðir gríðarlega vel og því þarf ég mjög lítið af því í einu. Ég myndi því örugglega fara í gegnum 10 hárnæringarstykki fyrir hvert sjampóstykki ef ekki væri fyrir unnusta minn sem notar eingöngu hársápu og er mjög hrifinn af þessari hársápu en það er auðvitað algjör draumur að bera svona stykki í stutt hár.

Skildu eftir skilaboð

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri færsla Næsta færsla