Náttúrulegar, umhverfisvænar húðvörur frá UpCircle

Ég hef í nokkur ár notað húðvörur frá UpCircle og sló því ekki hendinni á móti því að fá að prófa fleiri vörur og kynna þetta frábæra merki fyrir ykkur. Vörurnar eru sjálfbærar, vegan og cruelty-free ásamt því að innihalda enga pálmaolíu og koma í endurvinnanlegum umbúðum. UpCircle leggur áherslu á endurnýtingu og byggir fyrirtækið á þeirri hugmynd að endurnýta aukaafurðir úr matvæla- og framleiðsluiðnaðinum, en þaðan kemur einmitt nafnið UpCircle. Vörurnar eru framleiddar á sjálfbæran hátt í Bretlandi og hafa unnið til margra verðlauna. Sjálf er ég mjög ánægð með vörurnar, virkni þeirra og gæði. UpCircle húðvörurnar fást hjá tropic.is sem er íslensk netverslun með vegan og umhverfisvænar vörur. Einnig getiði fundið húðvörurnar hjá Vegan búðinni.

Hreinsikremið hreinsar með mildum hætti farða, mengun og óhreinindi af andlitinu auk þess sem það er djúphreinsandi, róar húðina og veitir raka. Ég mæli með kreminu sem fyrsta skrefi húðhreinsunar þar sem það brýtur niður farða, sólarvörn og olíur, svo sem húðfitu og svita. Eftir hreinsikremið er gott að nota vatnsleysanlegan hreinsi, svo sem andlitssápu frá UpCircle, til að fjarlægja óhreinindi úr svitaholum. Kremið er gert úr fínmöluðu púðri úr apríkósusteinum sem annars hefði verið hent sem aukaafurð apríkósuolíuiðnaðarins. Apríkósusteinapúðrið er ríkt af andoxunarefnum og E vítamíni en hreinsikremið inniheldur einnig rakagefandi og mýkjandi shea smjör, húðróandi sólberjafræ og sjótindaolíu (Sea Buckthorn).

Rakakremið frá UpCircle er djúpnærandi og rakagefandi en það er meðal annars gert úr fínmöluðu púðri argan skelja sem annars hefði verið hent sem aukaafurð arganolíuiðnaðarins. Arganskeljapúðrið er ríkt af andoxunarefnum og E-vítamíni en auk þess inniheldur kremið húðróandi kakósmjör, aloe vera og blóðappelsínu. Ég er með nokkuð olíukennda húð og hef veigrað mér við að nota þykk krem því mér finnst þau liggja svo lengi utan á húðinni. Þrátt fyrir að andlitskremið frá UpCircle sé þykkt finnst mér það hins vegar dragast hratt inn í húðina svo ég nota það jafnt morgna og kvölds. Rakakremið hentar öllum húðgerðum og er einmitt frábær rakagjafi yfir kaldari mánuði ársins.

Andlitsserumið inniheldur meðal annars endurunna kaffiolíu auk jojoba, – sjótinda- og rosehip olía sem eru ríkar af C-vítamíni og andoxunum og veita raka, vinna gegn dökkum blettum og húðskemmdum og létta yfirbragð húðarinnar. Serumið lyktar dásamlega og má nota bæði morgna og kvölds til að örva collagenframleiðslu og viðhalda þéttleika húðarinnar. Mér finnst gott að setja nokkra dropa á hreinar hendur og nudda seruminu mjúklega inn í húðina sem lokaskref í húðrútínu kvöldsins og finnst mér ég alltaf vakna með gljáandi og fallega húð morguninn eftir. Olíuna má einnig nota í hár eða skegg þar sem jojoba olían mýkir hár og rosehip olían nærir húðina undir. Olían hentar öllum húðgerðum og kemur í 100% endurvinnanlegum pakkningum.

Augnkremið frá Upcircle inniheldur kaffiolíu úr endurunnum kaffikorg og hlynsbörk sem er aukaafurð úr viðarvinnslu. Kaffi inniheldur næringarefni og E vítamín sem veita húðinni raka, endurnæra og hafa róandi áhrif. Koffín hefur bólgueyðandi áhrif sem hentar vel fyrir augnsvæðið, til dæmis á morgnana, auk þess sem hlynsbörkurinn minnkar roða og hjálpar húðinni að viðhalda bjarma sínum en þannig getur kremið lýst dökka bauga. Kremið vinnur einnig gegn öldrunareinkennum á augnsvæðinu því hlynsbörkurinn ýtir undir kollagenframleiðslu og kremið inniheldur þar að auki hýalúrónsýru sem hjálpar til við að þétta og slétta húðina og draga úr fínum línum sem eiga það til að birtast í kringum augu. Kremið er létt, hentar öllum húðgerðum og má nota undir andlitsfarða. Ég elska að bera kremið á augnsvæðið á morgnana, ekki síst þar sem kaffilyktin er unaðsleg og hressir mig við en ég er einnig ánægð með hvað kremið er létt og dregst vel inn í húðina.

Í nokkur ár hef ég notað kaffiskrúbbana frá UpCircle en gróft kaffið í bland við mýkjandi olíurnar gerir einfaldlega kraftaverk fyrir húðina mína. Kaffiskrúbbar eru sannarlega ekki nýir af nálinni en þeir hreinsa húðina og auka blóðflæði á svæðinu sem er skrúbbað. Kaffiskrúbbar geta þannig hjálpað gegn bólum, slitförum og appelsínuhúð ásamt því að gefa húðinni gljáa, minnka bólgur og roða.

Andlitsskrúbburinn er mildur og hentar vel fyrir ýmist þurra, blandaða, olíukennda eða viðkvæma húð en hann kemur í þremur tegundum og geta allir því fundið eitthvað við sitt hæfi. Kaffikorgurinn losar dauðar húðfrumur á meðan shea olía mýkir húðina. Ég hef bæði notað andlitsskrúbb með kaffi og blómum (sem hentar viðkvæmri húð) og kaffi og sítrus (sem hentar þurri húð) og finnst báðar lyktirnar frábærar. Fyrir mína olíukenndu húð mun ég þó næst velja þriðju tegundina sem inniheldur kaffi og jurtir. Skrúbburinn er unninn úr endurnýttum Arabica kaffibaunakorgi frá kaffihúsum í London sem hefði annars verið hent.

Líkamsskrúbburinn er sömuleiðis mildur og náttúrulegur kaffiskrúbbur fyrir líkamann sem hreinsar burtu dauðar húðfrumur ásamt því að mýkja, slétta og endurnæra húðina. Skrúbburinn kemur annarsvegar með ilm af sítrónugrasi, límónu og kókos og hins vegar piparmyntu og tröllatrésolíu og inniheldur þannig ólíkar kjarnaolíur eftir tegund. Ég hef eingöngu prófað með sítrónugrasi og elska lyktina af honum en ferskleikinn í sítrónunni mildar kaffiilminn.

Vöruúrval UpCircle hefur aukist hratt á undanförnum árum og bjóða þau til dæmis upp á fjölnota bómullarskífur úr hampi og bómull, muslin klúta sem henta vel til að þrífa burtu hreinsikremið og skrúbbana, andlitstóner með kamillu, líkamskrem úr döðlusteinskjörnum, sturtusápur fyrir líkama og andlit og handsápu. Ég er sjálf byrjuð að nota muslin klútana og bómullarskífurnar og finnst það henta mun betur fyrir húðina heldur en grófir þvottapokarnir sem ég hef hingað til notað. Sturtusápurnar finnast mér einnig frábærar og hef ég notað þær fyrir líkamann, andlitið og sem handsápu við vaskinn en lyktin af þeim er hreint dásamleg.

Stefna fyrirtækisins höfðar mikið til mín og er ég því hæstánægð með hvað sjálfar vörurnar eru góðar. Ekki skemmir fyrir að umbúðirnar eru endurvinnanlegar og gullfallegar en vörurnar koma því vel út uppi á hillu og henta frábærlega í jólapakkann.

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Tropic.is

Skildu eftir skilaboð

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri færsla Næsta færsla