Vörurnar frá GeoSilica

Í byrjun janúar heimsótti ég skrifstofur GeoSilica til að ræða vörurnar þeirra og mögulegt samstarf. Ég þekkti lítillega til vörumerkisins og hinna jákvæðu áhrifa kísils á líkamann en vildi fræðast meira um vinnslu efnisins og umhverfisáhrif hennar áður en ég færi í samstarf.

Uppskriftasíðan og merkið Grænkerar snýst um að kynna vegan lífsstíl og sýna hvað það er auðvelt og skemmtilegt að vera vegan. Oft er talað um þrjár ástæður þess að vera vegan: dýravernd, umhverfisvernd og heilsa. Ég tel öll þessi atriði mikilvæg og geri því þá kröfu að samstarfsaðilar uppfylli að minnsta kosti eitt þessara skilyrða og brjóti ekki á öðrum. Á fundinum komst ég að því að GeoSilica uppfyllir öll ofangreind skilyrði. Mig langar því að fjalla um vörurnar og með hvaða hætti vörur GeoSilica eru vegan, umhverfisvænar og heilsusamlegar.

Hvað er GeoSilica?

GeoSilica var stofnað árið 2012 af Fida Abu Libdeh en hún kom til Íslands frá Palestínu sem unglingur. Vörurnar eru allar framleiddar á Íslandi og er uppistaðan jarðhitakísill og hreint, íslenskt vatn. Kísill er eitt algengasta steinefni jarðar og má finna hann bæði í jarðvegi og mannslíkamanum. Kísill er lífsnauðsynlegt steinefni fyrir lífverur og getur hjálpað líkamanum við upptöku á öðrum steinefnum.

Í dag er GeoSilica með fimm vörur:
PURE inniheldur 100% náttúrulegan jarðhitakísil og hreint vatn
RENEW inniheldur kísil, vatn og viðbætt sink og kopar
REPAIR inniheldur kísil, vatn og viðbætt mangan
RECOVER inniheldur kísil, vatn og viðbætt magnesíum
REFOCUS inniheldur kísil, vatn og viðbætt D-vítamín og járn

RENEW, REPAIR, RECOVER og REFOCUS innihalda jafn mikið magn af kísli og PURE en hafa þar að auki viðbætt steinefni og vítamín en þannig fást vörur sem eru sérsniðnar fyrir mismunandi virkni. Allar vörurnar eru lausar við aukaefni og eru því eins náttúrulegar og hugsast getur.

Vegan

Vörumerkið GeoSilica er fyrsta íslenska vörumerkið til að fá alþjóðlega stimpilinn frá Vegan Society. Hér má sjá hvað felst í þeirri vottun en sem dæmi þarf að senda sýni til rannsóknar og þurfa framleiðendur allra viðbættra efna einnig að standast kröfur Vegan Society. Vörurnar frá GeoSilica eru allar vegan og innihalda því engar dýraafurðir og eru ekki prófaðar á dýrum.

Umhverfi

Mér finnst mikilvægt að fyrirtæki framleiði vörur sínar með ábyrgum, umhverfisvænum hætti en framleiðsluferli GeoSilica byggir á því að hreinn kísill er sóttur djúpt úr jarðveginum. Kísillinn er unninn úr affallsvatni úr Hellisheiðarvirkjun og er þannig verið að nýta jarðhitavatn sem kemur nú þegar frá virkjunninni. Kísilmagnið er styrkt í vatninu og síðan er jarðhitavatninu skipt út fyrir hreint, íslenskt grunnvatn. Fyrirtækið veldur því litlu raski á náttúru Íslands og nær að nýta auðlind sem hefði annars farið til spillis. Það má því sannarlega segja að framleiðsluferli fyrirtækisins sé til fyrirmyndar.

Annað atriði sem mig langaði að fá á hreint varðaði umbúðir GeoSilica. Núna eru vörurnar í plastflöskum sem framleiddar eru á Íslandi en hins vegar mun fyrirtækið taka upp lífrænar, niðurbrjótanlegar (biodegradable) umbúðir snemma á þessu ári. Áhyggjum mínum varðandi plastnotkun var því svarað og ég hlakka til að sjá hinar nýju umbúðir.

Heilsa

Kísill er lífsnauðsynlegt steinefni en hins vegar fær fólk almennt lítinn kísil úr mataræði, bæði vegna þess að nútímafæði inniheldur lítinn kísil og vegna slæmrar upptöku á því í meltingarfærum. Með því að taka inn kísil í vökvaformi fæst hins vegar betri upptaka og henta GeoSilica vörurnar því vel en vörurnar eru á vökvaformi og er tekin inn ein matskeið daglega.

Heilsufarsleg áhrif kísils eru margvísleg og má þar helst nefna jákvæð áhrif á bein, bandvefi, húð og hár. Kísill getur meðal annars stuðlað að heilbrigði húðar, hárs og nagla, aukinni upptöku annarra steinefna, rannsóknir sína fram á að hann geti meðal annars verið fyrirbyggjandi við beinþynningu, hann getur stuðlað að styrkingu beina og bandvefs, styrkingu á hjarta- og æðakerfi líkamans, örvun kollagen myndunar og almennri, góðri heilsu.

Ykkur býðst 15% afsláttur af vörum GeoSilica með kóðanum GeoGraenkerar. Hægt er að nýta afsláttinn hér. Ég er spennt að prófa vörurnar þeirra á næstu vikum og fjalla um áhrif þeirra og getið þið fylgst með á Instagram.

Þessi færsla er unnin í samstarfi við GeoSilica.

Skildu eftir skilaboð

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri færsla Næsta færsla