Vegums fjölvítamín

Vegums fjölvítamínin innihalda B12, B6, fólinsýru, D vítamín, selen og joð og henta sérstaklega þeim sem neyta lítilla eða engra dýraafurða. Vítamínin voru þróuð af vegan lyfjafræðingum sem vantaði gott vítamín sem hentaði öllum á heimilinu. Vítamínin sem framleidd eru í Bretlandi eru í formi gúmmíbangsa með jarðarberjabragði og henta bæði fullorðnum og börnum frá þriggja ára aldri.

Umhverfi

Umbúðirnar eru sérlega umhverfisvænar en þær samanstanda af endurvinnanlegum pappahólki, pokum úr kornsterkju í stað plasts og lítilli, margnota áldós til að geyma gúmmíbangsana í. Umbúðirnar eru því 100% plastlausar og endurvinnanlegar.

Hver pakki af Vegums inniheldur tveggja mánaða skammt fyrir fullorðinn einstakling en fjögurra mánaða skammt fyrir barn á aldrinum 3-12 ára.

Vegan

Við framleiðsluna er hugað að dýravernd og vítamínin eru með vottun frá Vegan Society. Hér má sjá hvað felst í þeirri vottun en sem dæmi þarf að senda sýni til rannsóknar og þurfa framleiðendur allra viðbættra efna einnig að standast kröfur Vegan Society.

Heilsa

Öll hráefnin koma úr jurtaríkinu og innihalda vítamínin eingöngu náttúruleg bragð- og litarefni, engan hvítan sykur eða gervisykur. Vegums innihalda B12, B6, fólinsýru, D vítamín, selen og joð og ætla ég að fjalla um mikilvægi helstu efnanna.

B12 vítamín er ekki hægt að fá í nægilegu magni beint úr plöntufæði og þarf því að taka inn sem fæðubótarefni. Mjög auðvelt er að bæta úr þessu og margir grænkerar taka B12 vítamín en einnig er því bætt í margar matvörur. Mikilvægt er að allir passi upp á magn B12 vítamíns með því að taka það beint inn eða neyta fæðu sem er með viðbættu B12 vítamíni í nægilegu magni en skortur á B12 vítamíni getur valdið orkuleysi, þreytu og þunglyndi en jafnvel haft enn alvarlegri afleiðingar. Upptaka B12 vítamíns er misjöfn eftir fólki og er því sniðugt fyrir alla að fara í blóðprufu og vakta B12 búskap líkamans.

Fyrir okkur Íslendinga sem búum við nánast stanslaust myrkur stóran hluta ársins getur reynst ómögulegt að fá nægilegt D vítamín úr sólarljósinu. D-vítamín skortur getur valdið beinþynningu, beinbrotum, vöðvarýrnun og tannskemmdum ásamt þreytu. Fáar fæðutegundir innihalda D-vítamín nema lýsi og feitur fiskur og er því mikilvægt að taka D-vítamín bætiefni.

Joð kemur meðal annars að starfsemi skjaldkirtils, hjálpar til við heilbrigð efnaskipti og er nauðsynlegt fyrir líffæri og vefi líkamans. Joðskortur er gríðarlega algengur og getur haft alvarlegar afleiðingar. Hægt er að fá joð úr vegan fæði, t.d. með neyslu á þara. Hins vegar er joðmagn í þara mjög breytilegt og erfitt að treysta á það. Í sumum löndum er joði bætt í salt en slíkt er ekki gert á Íslandi og er því best að taka joð í töfluformi.

Fólínsýra tilheyrir B vítamínunum og er nauðsynleg fyrir alla aldurshópa en konur á barneignaaldri ættu að passa sérstaklega upp á magn fólínsýru í líkamanum. Of lítið magn fólínsýru í líkamanum fyrir þungun og á fyrstu vikum meðgöngu eykur hættu á skaða í miðtaugakerfi fóstursins. Fólínsýra hjálpar til við að halda hjarta- og æðakerfi heilbrigðu, stuðlar að góðum efnaskiptum og er nauðsynleg við framleiðslu rauðra blóðkorna. Fólínskortur er algengur og er því mælt með að taka inn fólínsýru.

Vítamínin fást hjá eftirfarandi söluaðilum: Fræinu Fjarðarkaupum, Heilsuhúsinu, Lyfju og Heilsu og Apótekaranum.

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Mulier Fortis ehf.

Skildu eftir skilaboð

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri færsla Næsta færsla