Matur
-
Spaghetti bolognese eða “hakk og spagettí” er vinsæll matur sem flestir kunna vel að meta og þá sérstaklega börn. Hér er uppskrift að vegan bolognese rétt þar sem “kjötsósan” er gerð úr linsubaunum og grænmeti. Linsubauna bolognese er að mínu mati mun betra en hefðbundið hakk og spagettí og auðvitað hollara enda stútfullt af fersku…
-
Hér er uppskrift að sumarlegri, ferskri og öðruvísi pítsu sem kemur virkilega á óvart. Systir mín hefur gagnrýnt mig fyrir að kalla þetta pítsu og vill hún að ég kalli þetta hrökkkex með salati en ég er ósammála því og stend með minni pítsu (þó svo að hrökkkex með salati sé ekki svo fjarri lagi).…
-
Ég held ég geti fullyrt að fæstir séu grænkerar því þeim finnist kjöt vont á bragðið. Það er því mikilvægur hluti af því að gera veganisma raunhæfan kost og aðgengilegan sem flestum að bjóða upp á bragðgóða staðgengla fyrir kjöt. Eins og ég er nú hrifin af baunum og tófú þá er stundum gott að…
-
Þessi litríki grillréttur virkar bæði sem aðalréttur og sem meðlæti. Grænmeti er eitthvað sem allir mættu vera duglegri að borða enda stútfullt af trefjum, vítamínum, andoxunarefnum og annarri hollustu fyrir kroppinn. Því litsterkara sem grænmetið er, því betra. Sú hugmynd virðist vera langlíf að aðalréttur þurfi að samanstanda af kjöti eða fiski og að grænmeti…
-
Þessi uppskrift varð til fyrir algjöra tilviljun þegar við mamma vorum að prufa ný álegg á pítsu. Í ljós kom að ofnbakaðar kjúklingabaunir passa ekki bara vel á pítsur heldur eru einstaklega góðar einar og sér. Eiginlega það góðar að það var ekkert eftir þegar við ætluðum að setja þær á pítsuna svo við enduðum…
-
Ég hef alltaf verið sjúk í pítsur og elska að baka mínar eigin. Eftir að ég varð vegan og þurfti að leita annarra leiða varðandi ost og álegg þá opnaðist fyrir mér nýr heimur af spennandi áleggjum, frumlegum samsetningum og gómsætum pítsum. Það að nota ekki ost eða pepperóní þarf nefnilega ekki að eyðileggja pítsur…
-
Guacamole eða lárperumauk, eins og það kallast á fallegri íslensku, er að mínu mati einhver mesta snilld sem hefur verið fundin upp í matargerð. Maukið var fundið upp af Aztekum þar sem nú er Mexíkó og er það eitt helsta einkenni mexíkóskrar matargerðar. Þetta æfaforna, fagurgræna mauk er ekki bara bragðgott heldur er það í…
-
Lasagna er réttur sem pabbi sá alltaf um að elda og var þetta fínn réttur á mínu heimili. Þegar ég varð eldri og virkari í eldhúsinu fannst mér alltaf spennandi að hjálpa pabba að útbúa lasagna. Það var eitthvað við að raða ólíkum hráefnum vandvirknislega upp á reglubundinn hátt sem heillaði mig. Lasagna er hins…
-
Þessi vegan pítsa gefur hefðbundnum pítsum ekkert eftir. Ég hef boðið upp á pítsuna við ýmis tilefni og undantekningalaust borðar fólk hana með bestu lyst og þar að auki þekki ég nokkra sem eru ekki vegan en kjósa samt að gera þessa vegan pítsu. Kosturinn við þessa pítsu umfram aðrar vegan pítsur er osturinn.…