Þessar súkkulaðibitakökur eru hollar, glútenlausar, vegan og lausar við hvítan sykur. Uppskriftin er auðveld og fljótleg og kökurnar dásamlegar en þær eru mjúkar að innan og súkkulaðið bráðnar í munninum. Ég baka ekki oft smákökur en þegar veðrið fer kólnandi og dagarnir byrja að styttast þá fæ ég alltaf löngun til að fylla húsið með smákökuilm og gæða mér á volgum smákökum með ískaldri (kókos)mjólk. Uppskriftin vekur mikla lukku hjá systkinum mínum en þrátt fyrir hvað hún er holl þá eru smákökurnar virkilega djúsí og bragðgóðar.
Í uppskriftina nota ég kókossykur, (bragðlausa) kókosolíu og kókosmjólk í dós. Það finnst hins vegar ekkert kókosbragð af sjálfum smákökunum. Ég nota hafrahveiti ásamt glútenlausu hveiti en þannig finnst ég ná góðri áferð. Hafrahveiti er gert með því að setja haframjöl (glútenlaust ef vill) í blandara þar til úr verður fíngert mjöl. Skipta má glútenlausu hveiti út fyrir annarskonar fínt mjöl eins og t.d. möndlumjöl, hveiti eða fínmalað spelt.
Ég gerði kökurnar í stærri kantinum og hafði súkkulaðið bæði grófskorið og fínskorið. Vel má hafa kökurnar smærri og bæta t.d. hnetum eða rúsínum út í kökurnar (mér finnst rúsínur þó persónulega ekki eiga heima í smákökum). Kökurnar geymast vel við stofuhita og halda mýktinni ótrúlega vel.
Myndir eftir Aron Gauta Sigurðarson
9 Comments
Herdiss Sveinsdottir Knudzsen
12/10/2019 at 7:01 pm
Hæ,
Ég prófaði þessa uppskrift i fyrsta skipti i dag, var að taka kökurnar út fyrir 10 mín síðan.
Hafði þær svona millistórar, kúlur, eins og þú skrifaðir, en þær breiddust sama og ekkert út.
Eru sem sagt frekar háar og þykkar. Hafði þær þess vegna rúmlega 20 mín. i ofninum. Þær hafa kólnað núna en eru mjúkar og ekkert stökkar.
Notaði 2/3 hluta malað haframjöl og 1/3 fíngert speltmjöl. Búin að smakka og finnst þær ekki nærri eins góðar og venjulegar súkkulaðibitakökur, sem ég hef oft gert áður. Dálitið mjöl-bragð af þeim… :/
Hefði ég átt að gera eitthvað öðruvísi?
Vil líka spyrja þig: bræðirðu kókosolíuna fyrst? Ég gerði það ekki af því það stóð ekki i uppskriftinni, og það var erfitt að hræra saman olíunni og sykrinum.. tók langan tíma að fá blönduna frekar slétta og án sykurkorna.
Væri þakklát fyrir að fá svar frá þér 🙂
Kær kveðja,
Herdis
Grænkerar
12/15/2019 at 11:39 pm
Hæhæ! Bræddi olíuna já 🙂 Skal hafa það skýrar í uppskriftinni!
Annars er uppskriftin gerð fyrir glúteinlaust hveiti, hef ekki prófað hana með spelti.
Annars hugsa ég að það sé nóg að bræða kókosolíuna. Ef þú ert stressuð með útkomuna geturðu bakað eina prufuköku og bætt við vökva þar til þetta tekst.
Jólakveðja, Þórdís
Herdiss Sveinsdottir Knudzsen
01/04/2020 at 3:53 pm
Sæl aftur og takk fyrir svar.
Hvað er glutenlaust hveiti? Ég bý i Danmörku, hér eru til allar mögulegar sortir af glutenlausum mjölsortum en hef aldrei heyrt um glutenlaust hveiti. Allavegana þá er ég með óþol fyrir bæði gluten og hveiti. …
Grænkerar
01/05/2020 at 3:37 am
Hæhæ, ég nota vanalega glúteinlaust mjöl frá Doves Farm sem heitir Plain White Flour. Þetta er þá einhvers konar mjölblanda sem er gerð til þess að koma í stað hveitis í uppskriftum. Eflaust er best að spurja í búðinni hvað kemur best í stað hveitis í bakstri 🙂
Saga
12/13/2021 at 2:02 pm
Sæl þarf ekki eplaedik í þessa uppskrift fyrir betri lyftingu ?
Kveðja
Grænkerar
01/26/2022 at 12:23 pm
Sæl,
hef ekki þurft eplaedik í uppskriftina en mér finnst það þó aldrei skaða. Ekki hika við að bæta 1 msk. af eplaediki út í deig, það er bara hollara 🙂
Tinna Lind
04/02/2022 at 5:07 pm
Kökurnar fá mjög góð meðmæli frá 17 mánaða stráknum mínum sem má ekki fá mjólk eða egg. Ég setti rúsínur í staðinn fyrir súkkulaðið 👌
Anna Fjeldsted
11/30/2022 at 1:34 pm
Þakka þér fyrir þessa uppskrift Þórdís mín, ég er hæstánægð með útkomuna.
Grænkerar
12/01/2022 at 2:35 pm
Mikið er ég glöð að heyra! njóttu vel 🙂