Wild Earth bætiefnin

Í byrjun janúar byrjaði ég að nota bætiefnin frá Wild Earth. Bætiefnin eru frábær valkostur fyrir umhverfis- og heilsumeðvituð en þau eru unnin úr náttúrunni þar sem eingöngu er notuð sólarorka við ræktun og umbúðirnar brotna niður í náttúrunni á 16 mánuðum. Þegar ég varð vegan hélt ég að það væri nóg að forðast kjöt og dýraafurðir og skimaði eftir mjólkurdufti eða eggjadufti á pakkningum. Aldrei hefði mér dottið í hug að vítamín væru ekki alltaf vegan. Staðreyndin er hins vegar sú að sum gerð vítamína, svo sem járn og D-vítamín er gjarnan unnið úr dýrum, svo sem dýrafitu eða dýrablóði. Ef ykkur finnst sú tilhugsun jafn óþægileg og mér þá tilkynni ég hér með að það er sannarlega hægt að fá flest bætiefni í vegan útgáfu.

Immune Support Complex

Sú vara sem ég er einna spenntust fyrir frá Wild Earth er blandan Immune Support Complex en hún inniheldur meðal annars D3-vítamín, C-vítamín, Zink, Ylliber, Spirulina og Reishi og Shiitake sveppi en saman veitir þessi blanda stuðning við ónæmiskerfið og þarmaflóruna. Ég er með leikskólabarn sem kemur reglulega heim með pestir og sérstaklega núna yfir vetrartímann finnst mér gríðarlega mikilvægt að ónæmiskerfið starfi vel. Á seinustu meðgöngu lenti ég illa í því og var eiginlega veik allan fyrripart meðgöngu. Um haustið fékk ég loksins nóg og fór markvisst að vinna í sterkara ónæmiskerfi með bætiefnum. Oft tek ég ýmis bætiefni af skyldurækni en veit ekkert fyrir víst hvort þau virki en þarna fann ég strax mun en frá því að ég byrjaði að taka inn bætiefni fyrir ónæmiskerfið hef ég ekki orðið neitt veik að ráði. Pestirnar koma inn á heimilið og ég fæ kannski smá kvef eða nefrennsli en nokkrum dögum síðar er ég orðin hress. Ég hef því mikla trú á bætiefnum sem styðja við ónæmiskerfið og er spennt að fylgjast með virkni Immune Support Complex.

Túrmerik

Nú hefur almennt verið viðurkennt að langvarandi bólgur í líkamanum séu grunnorsök margra sjúkdóma, svo sem alzheimer’s, krabbameins, sykursýki og hjarta- og æðasjúkdóma. Lítill nætursvefn veldur bólgum í líkamanum og ef svefnleysi er viðvarandi er hætta á að bólgurnar verði langvarandi og auki þannig hættu á sjúkdómum. Nú er ég með tvö börn undir tveggja ára og góður nætursvefn jafn sjaldgæfur og gott veður í janúar. Ég átta mig á því hvað svefnleysi getur haft gríðarlega skaðleg áhrif, bæði til skemmri og lengri tíma, og reyni því allt til að forgangsraða svefni og hvíld ofarlega hjá mér og er dugleg að leggja mig á daginn eða hvílast þegar ég get. Suma daga eru daglúrar hins vegar ekki möguleiki, svo sem eins og fyrir nokkru síðan þegar við lentum í sóttkví og eldri strákurinn fór því ekki á leikskóla eða þegar sá litli sefur lítið eða stutt í einu yfir daginn. Ég er því dugleg að taka túrmerik á morgnana en túrmerik inniheldur virka efnið curcumin sem hefur bólgueyðandi áhrif. Ég hef mikla trú á að það hjálpi mér að komast að mestu ósködduð úr þessu (vonandi stutta) tímabil svefnleysis og mun örugglega halda áfram að taka túrmerik að staðaldri til að passa vel upp á að bólgumyndun í líkamanum verði ekki langvinn og sjúkdómsvaldandi.

D-vítamín

Fyrir okkur Íslendinga sem búum við nánast stanslaust myrkur stóran hluta ársins getur reynst ómögulegt að fá nægilegt D-vítamín úr sólarljósinu. D-vítamínskortur getur valdið beinþynningu, beinbrotum, vöðvarýrnun og tannskemmdum ásamt þreytu. Það er því flestum mikilvægt að bæta D-vítamíni við fæðuna, sérstaklega yfir dimmustu mánuði ársins. Ég er mjög vakandi fyrir öllu sem getur aukið orkustig og bætt líðan en skertur nætursvefn ásamt stuttum, dimmum dögum (jafnvel með óveðri svo útivera er illmöguleg) hefur vægast sagt aukið slen hjá öllum fjölskyldumeðlimum. Ég er mjög ströng á því að allir taki D-vítamín og ef það er skortur á D-vítamíni í líkamanum getur verið gott að taka tímanundið stærri skammta (þá að sjálfsögðu í samráði við lækni). Ég var alls ekki nógu dugleg að taka bætiefni í jólafríinu, væri reyndar til í að hitta þá manneskju sem heldur góðum venjum í jólafríi, og finn strax mun á orkustigi eftir að ég fór að taka aftur vítamín.

Járn

Þörf fyrir járn eykst talsvert á meðgöngu og í mæðravernd er reglulega fylgst með magni blóðrauða en hann segir til um járnbirgðir líkamans. Á þessari meðgöngu tók ég ekki inn járn því ég mældist góð fyrri hlutann en undir lokin hafði járnmagn hjá mér minnkað og byrjaði ég þá að taka inn járn. Ég ákvað þess vegna að halda því við eftir fæðingu enda missa konur talsvert blóð í fæðingu og vikurnar eftir. Til að bæta upptöku járns er mikilvægt að passa upp á magn C-vítamíns í fæðunni en Wild Earth járnið inniheldur C-vítamín til að tryggja upptöku. Auk þess inniheldur járnið B12 og fólínsýru svo það er eiginlega fullkomið fyrir grænkera og þá sérstaklega konur á barneignaaldri (konur á barneignaaldri eiga að passa sérstaklega upp á að hafa nægt magn fólínsýru í líkamanum og B12 vítamín er ekki hægt að fá í nægilegu magni beint úr plöntufæði og þarf því að taka inn sem fæðubótarefni). Margir veigra sér við að taka inn járn þar sem það fer illa í maga en það sem greinir Wild Earth járnið frá ýmsu öðru járnbætiefni er að járnið er “milt” og fer þannig betur í maga.

Wild Earth bætiefnin fást í Hagkaup og Nettó

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Artasan ehf

Skildu eftir skilaboð

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri færsla Næsta færsla