Vegan steik og meðlæti fyrir páskana

Við fjölskyldan erum þessa dagana að flytja í íbúðina okkar og náum páskafríi á nýja staðnum. Ég ákvað að fagna flutningum og skírdegi með því að bjóða fjölskyldunni minni í mat. Eins og þau sem hafa flutt þekkja eflaust þá eru enn fæstir hlutir á sínum stað og lítið til í eldhúsinu svo mig langaði að hafa matinn sem allra einfaldastan en þó hátíðlegan og páskalegan – eins konar æfingu fyrir páskamatinn.

Ég bauð upp á nýju vegan steikina frá Ellu Stínu sem kom út fyrir páskana ásamt villisveppasósunni frá henni. Meðlætið samanstóð af hasselback kartöflusmælkjum, gulrótum og rósakáli. Ég skar grænmetið niður kvöldið áður svo það eina sem þurfti að gera í dag var að smella herlegheitunum inn í ofn.
Að neðan getið þið fengið lista og magn af því sem var í boði ásamt uppskrift að meðlætinu.

Vegan steikin og villisveppasósan fást í Hagkaup, Fjarðarkaup og Melabúðinni.

Færslan er unnin í samstarfi við Ellu Stínu

Prenta uppskrift

Hráefni (fyrir 4):

Vegan páskamatur

  • 1 Vegan steik frá Ellu Stínu
  • 1 Villisveppasósa frá Ellu Stínu

Hasselback kartöflusmælki

  • 1 box kartöflusmælki
  • 2 msk. ólífuolía
  • handfylli ferskt timian
  • salt og pipar

Gulrætur og rósakál í ofni

  • 1/2 kg. gulrætur
  • 1 pakki rósakál
  • 1/2 dl ólífuolía
  • hlynsýróp
  • ferskt timian
  • salt og pipar

Aðferð:

Hasselback kartöflusmælki

  • Hitið ofninn í 180° blástur.

  • Skolið kartöflurnar og skerið þunnar rákir niður en þó ekki í gegn (skiljið um 1/2 cm eftir).

  • Raðið kartöflunum í ofnfast mót þannig að rákirnar snúi upp. Dreifið olíunni, grófu salti og pipar yfir. Toppið með fersku timian.

  • Bakið kartöflurnar í hálftíma, eða þar til þær eru gullnar að lit og mjúkar í gegn.

Gulrætur og rósakál í ofni

  • Hitið ofninn í 180° blástur.

  • Skerið gulræturnar í þunna strimla.
    Skerið rósakálið til helminga.

  • Leggið grænmetið í ofnfast mót og dreifið olíu, hlynsýrópi, salti og pipar yfir. Setjið einnig ferskt timian yfir gulræturnar.

  • Bakið í 30 mínútur eða þar til grænmetið er orðið gullið að lit.

Samsetning:

  • Hitið vegan steikina í ofni samkvæmt leiðbeiningum og hitið villisveppasósuna í potti. Berið fram ásamt meðlætinu.

Skildu eftir skilaboð

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri uppskrift Næsta uppskrift