Brauð og bakstur

  • Haustlegt bananabrauð (sem er sykurlaust)

    10/17/2023Grænkerar

    Þetta bananabrauð er uppáhalds helgarbakstur fjölskyldunnar en stúfunum mínum finnst svo gaman að taka þátt í bakstrinum. Mér finnst mikilvægt að halda hvítum sykri í lágmarki og bananabrauð er frábær byrjunarreitur fyrir af-sykurvæðingu. Það er nefnilega svo mikil sæta í banönum og algjör óþarfi að setja fleiri hundruð grömm af sykri og púðursykri til viðbótar.…

    LESA MEIRA
  • Crêpes með sveppum og spínati

    06/19/2021Grænkerar

    Fylltar pönnukökur, eða crêpes, er frábær réttur vegna þess að bragðlitlar pönnukökurnar má fylla með hverju því sem hugurinn girnist, hvort sem það eru bananar, súkkulaði og rjómi eða eitthvað matarmeira. Ég elda gjarnan crêpes í hádeginu um helgar og get þá notað afgangspönnukökurnar í kaffinu seinna um daginn og fyllt með einhverju sætu. Uppskriftin…

    LESA MEIRA
  • Prótínpönnukökur

    01/22/2019Grænkerar

    Pönnukökur eru með því betra sem ég veit og finnst mér þær ómissandi í brönsinn um helgar. Lítið mál er að gera hefðbundnar amerískar pönnukökur úr hveiti, sykri lyftidufti og plöntumjólk. Hins vegar reyni ég alltaf að gera matinn eins hollan og næringarríkann og hægt er – án þess að það komi niður á bragðinu…

    LESA MEIRA
  • Glútenlausar piparkökur

    12/15/2018Grænkerar

    Piparkökur eru svo gott sem nauðsynlegar þegar dregur að jólum. Það er fátt notalegra en að finna hlýlegan kryddilminn berast úr ofninum og bragða svo á volgum, stökkum smákökunum ásamt ískaldri (vegan)mjólk. Mamma þróaði þessa uppskrift fyrir stuttu síðan og tókst ekkert smá vel. Við mælum með að eiga eina rúllu af piparkökudeigi inni í…

    LESA MEIRA
  • Fræbrauð

    11/07/2018Grænkerar

    Mér finnst fátt betra en nýbakað brauð. Þetta fræbrauð er glútenlaust, bráðhollt, stútfullt af næringu og trefjum og þar að auki dásamlega bragðgott. Brauðið er með fjölbreyttum fræjum og hnetum og er ekkert hvítt hveiti í uppskriftinni heldur hafrahveiti og kókoshveiti (eða annað glúteinlaust mjöl). Brauðið er verulega seðjandi en tvær brauðsneiðar gefa mikla og…

    LESA MEIRA
  • Súkkulaðibitakökur

    11/03/2018Grænkerar

    Þessar súkkulaðibitakökur eru hollar, glútenlausar, vegan og lausar við hvítan sykur. Uppskriftin er auðveld og fljótleg og kökurnar dásamlegar en þær eru mjúkar að innan og súkkulaðið bráðnar í munninum. Ég baka ekki oft smákökur en þegar veðrið fer kólnandi og dagarnir byrja að styttast þá fæ ég alltaf löngun til að fylla húsið með…

    LESA MEIRA
  • Glútenlaust kryddbrauð

    10/16/2018Grænkerar

    Það er fátt sem er notalegra á haustin og veturna heldur en kanil- og negulilmurinn sem fylgir nýbökuðu kryddbrauði. Hér er uppskrift að glútenlausu, vegan kryddbrauði sem er eitthvað það allra besta sem ég hef nokkurntímann smakkað. Þrátt fyrir að innihaldsefnin séu óneitanlega ólík þeim sem við eigum að venjast kemur það ekki að sök…

    LESA MEIRA
  • Glútenlausar vöfflur

    10/06/2018Grænkerar

    Þessar glútenlausu vöfflur eru á boðstólum á heimilinu mínu hvern einasta sunnudag. Mamma elskar vöfflur en eftir að hún greindist með glútenóþol reyndist þrautinni þyngra að gera almennilegar glútenlausar vöfflur. Annað hvort var áferðin eins og gúmmí eða þær molnuðu í sundur. Þessi uppskrift er afrakstur af mikilli tilraunastarfsemi seinustu árin en við höfum komist…

    LESA MEIRA
  • Glútenlaust bananabrauð

    10/06/2018Grænkerar

    Ég hef lengi leitað að hinni fullkomnu bananabrauðsuppskrift sem er holl, sykurlaus og helst glútenlaus. Um daginn átti ég til nokkra banana sem voru komnir á seinasta séns og ákvað að gera tilraun að bananabrauði. Einnig átti ég til fullt af möndlusmjöri sem ég hafði keypt á miklum afslætti vegna dagsetningar. Ég ákvað að reyna…

    LESA MEIRA